Verðhækkanir og skattpíning ríkisins þrengja að litlu brugghúsunum

„Til að skapa störf í dreifðari byggðum er kjörið tækifæri núna að lækka áfengisgjald á framleiðslu litlu brugghúsanna," segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda, sem tekur á móti 10 til 12 þúsund ferðamönnum á ári og á mikið undir velgengni ferðaþjónustunnar.

Agnes Anna Sigurðardóttir á útisvæði Bjórbaðanna á Árskógssandi Mynd: ÓJ

Það er dálítið snúið að afmarka hvað telst ferðaþjónusta og hvað ekki. Ferðamaðurinn þarfnast fjölþættrar þjónustu á ferðum sínum. Er þá ekki allt sem snýr að því að uppfylla þarfir hans og óskir einskonar ferðaþjónusta?

Við skulum ekki sökkva okkur djúpt í þessar pælingar að sinni en sameinast um að þar sem gisti- og veitingaþjónusta er kjarnastarfsemi ferðaþjónustunnar hljóti þau sem útvega aðföng þessara greina líka eiga mikið undir velgengni hennar. Bjór er þar á meðal. Ferðafólk drekkur mikið af bjór. Ferðafólk vill kynnast bjór sem framleiddur er í landinu sem það heimsækir. 

Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi við Eyjafjörð er stærst svonefndra handverksbrugghúsa (microbrewery) sem hafa á undanförnum árum sprottið upp víða um land. Kaldi hóf starfsemi 2006 og sækir innblástur í tékkneskar bjórhefðir. Framleiddar eru 10 tegundir af bjór. Raunar eru eigendur Bruggsmiðjunnar líka með töluverð og vaxandi umsvif í beinni ferðaþjónustu en þau eiga og reka Bjórböðin ásamt veitingaþjónustu og hafa nýlega opnað Hótel Kalda, lítið hótel og veitingasal í húsi þar sem áður var verkaður fiskur.

Vegurinn niður á Árskógssand - Mynd: ÓJ

Túristi renndi niður á Árskógssand í blíðskaparveðri og settist niður með Agnesi Önnu Sigurðardóttur, sem stofnaði Kalda ásamt manni sínum Ólafi Þresti Ólafssyni. Nú er sonur þeirra Sigurður Bragi Ólafsson bruggmeistarinn. Við Agnes Anna ræðum fyrst mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir Kalda, lítið brugghús með 700 þúsund lítra framleiðslugetu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.