„Við eigum að taka gæði fram yfir magn“

„Við þurfum að leggja meiri áherslu á gæði, huga að orðspori okkar," segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia, um framtíð ferðaþjónustunnar. Hann hefur áhyggjur af kjaraviðræðum framundan: „Ég er hræddur um að kröfugerðir verkalýðshreyfingarinnar séu langt umfram það sem inneign er fyrir."

Björn Ragnarsson fyrir framan höfuðstöðvar Icelandia MYND: ÓJ

Icelandia vörumerkið er samheiti margra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem Kynnisferðir eiga og reka. Þessi samstæða er orðin umsvifamikil í íslenskri ferðaþjónustu eftir sameiningu Kynnisferða og Eldeyjar árið 2020. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að mörg verkefni séu framundan. 

„Ferðaþjónustan fór miklu hraðar af stað eftir heimsfaraldurinn heldur en maður reiknaði með. Þetta ár hefur farið í að manna starfsemina og koma okkur aftur í gang. Mikið álag hefur verið á starfsfólki sem lagt hefur sig fram um að greiða götu ferðafólks. Við höfum náð að tryggja fjölbreytni í rekstrinum með sameiningu við Eldey og munum byggja á þeim grunni.”

Hótelrútan í Lækjargötu - MYND: ÓJ

Nýja nafngiftin, Icelandia, er hugsuð sem samnefnari, regnhlíf - eða miðja í hjóli sem á að flytja samstæðuna inn í framtíðina.

„Já, við notum þetta vörumerki, Icelandia, eins og ættarnafn fjölskyldunnar. Tölum um fyrirtækin Reykjavik Excursions, Flybus, Iceland Rovers, Dive.is og Mountain Guides - by Icelandia. Þannig tengjum við fyrirtækin saman. Fljótlega eftir að ég kom að fyrirtækinu 2017 fórum við í stefnumótunarvinnu, ræddum hvert við vildum að Kynnisferðir stefndu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.