Nú í morgun hófst sala á 78 milljón hlutum í flugfélaginu Play og geta núverandi hluthafar bætt við sig fleiri bréfum fram til klukkan 18 á miðvikudag. Hver hlutur er seldur á 14,6 krónur sem er nokkru hærra verð en býðst á markaðnum í dag. Gengið hefur nefnilega lækkað jafnt og þétt frá því að uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung var birt þann 3. nóvember síðastliðinn eins og sjá má hér fyrir neðan.
Gengið núna er um 13 krónur á hlut.
Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur áður sagt að hann eigi ekki sérstaklega von á því að mikið komið inn í hlutafjárútboðinu enda sé það haldið til að gæta jafnræðis meðal hluthafa og bjóða öllum sömu kjör á viðbótarhlutafé.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.