Samfélagsmiðlar

Virgin styður ekki lengur stækkun Heathrow

Deilur halda áfram vegna vaxandi kostnaðar flugfélaga sem fara um Heathrow-flugvöll, sem að stórum hluta er í eigu erlendra fjárfestingarsjóða. Áformum um að hækka lendingargjöld um 120 prósent hafa mætt mikilli andstöðu. Nú hefur Virgin-flugfélagið dregið til baka stuðning við stækkun flugvallarins.

Fyrir heimsfaraldurinn studdi Virgin eindregið áform um lagningu þriðju flugbrautarinnar við Heathrow. Í gær gagnrýndi Shai Weiss, forstjóri flugfélagsins, hinsvegar harkalega tillögu stjórnar flugvallarins um að lendingargjöld yrðu hækkuð um 120 prósent. Hann biðlaði til flugmálayfirvalda (CAA) um að gera úrbætur á stjórnkerfi flugvallarins og gefa meiri gaum að misbeitingu valds þessa flugvallar sem væri í raun í einokunarstöðu. „Fyrr en úr þessu hefur verið bætt er vandséð að hægt sé að styðja frekari útþenslu flugvallarins,“ hefur The Guardian eftir forstjóranum, sem talaði á ráðstefnunni Airlines 2022 í London í gær.

Bresk flugmálayfirvöld samþykktu í sumar að Heathrow fengi að hækka lendingargjöld um 56 prósent, eða í yfir 30 pund á hvern farþega. Tekið var fram að þessi gjöld þyrftu síðan að hafa lækkað aftur fyrir 2026. Ráðamenn Heathrow brugðust við með því að segja að flugmálayfirvöld vanmætu fjárfestingarþörf flugvallarins. Forstjóri Virgin segir hinsvegar að fyrirætlanir um hækkun lendingargjalda kæmi sér vel fyrir flugvöllinn og eigendur hans, sem flestir eru erlendir, þ.á m. Katar og fjárfestingasjóður Alþýðulýðveldisins Kína (CIC), en illa fyrir neytendur, flugfélög og efnahag Breta.

Þessi orð forstjóra Virgin koma í kjölfar vandræðanna sem sköpuðust í sumar. Stjórnendur Heathrow höfðu gert ráð fyrir miklu minni eftirspurn í sumar en varð raunin og ásökuðu þeir flugfélögin um vangetu til að þjóna allri þeirri umferð sem brast á. Sett voru fjöldatakmörk og miðað við að 100 þúsund farþegar færu um flugvöllinn á dag. Forstjóri Virgin segir að þessi uppákoma hafi rýrt traust farþega og brýnt sé að forðast að sama staða komi upp næsta sumar.

„Regluverkið í kringum Heathrow-flugvöll virkar ekki. Það er ónýtt og þarfnast umbóta,“ sagði Shai Weiss í London í gær. Aðspurður sagði forstjórinn að Virgin myndi styðja stækkun flugvallarins ef kröfum félagsins væri mætt, sérstaklega ef horfið væri frá mikilli hækkun lendingargjalda svo samkeppnisstaðan yrði ekki skert.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …