Þrjár þotur í loftið

Snjór ruddur af flugbrautunum við Leifsstöð. MYND: ISAVIA

Icelandair og Play hafa aflýst öllum brottförum dagsins frá Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs samkvæmt frétt Mbl.is. Ferðir erlendra flugfélaga til og frá landinu hafa einnig verið blásnar af í dag nema hvað Wizz Air hélt sínu striki og flaug héðan til Vínarborgar í hádeginu. Ungverska flugfélagið stóð einnig fyrir flugi til Varsjár í nótt og auk þess komst þota Play til Parísar í morgunsárið.

Í heildina hefur sextíu brottförum verið aflýst í dag en ennþá liggur ekki fyrir hvort af flugi Atlantic Airways til Færeyja verður. Samkvæmt heimasíðu Keflavíkurflugvallar var ferðin á dagskrá klukkan 13 en henni hefur verið seinkað í óákveðinn tíma.

Allt innanlandsflug liggur einnig niðri í dag.