Besta ár Jómfrúarinnar

Velgengni Jómfrúarinnar við Lækjargötu byggist á mikilli tryggð íslenskra viðskiptavina. Þegar útlendingar spyrja hvert landinn fari að borða er þessi rótgróni, danskættaði smurbrauðsstaður oft nefndur. Um þriðjungur kortaveltunnar kemur frá útlendingum, segir Jakob Einar Jakobsson í viðtali við Túrista.

Jakob Einar Jakobsson á Jómfrúnni MYND: ÓJ

Auðvitað lýsir það bjartsýni að leita eftir viðtali við eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar á sjálfri aðventunni. Þessi ástsæli veitingastaður við Lækjargötu í Reykjavík er þéttsetinn frá hádegi fram eftir kvöldi alla daga fram yfir jól. Jakob Einar Jakobsson svaraði beiðni minni þó fljótt og við ákváðum að hittast á Jómfrúnni á mánudagsmorgni - áður en allt fer á fullt.  

Jómfrúin fyrir opnun á mánudagsmorgni - MYND: ÓJ

„Þetta er eins og venjulega á aðventunni. Maður er mjög upptekinn. Um 12 þúsund manns panta borð á Jómfrúnni í aðdraganda jólanna. Við byrjum með jólamatseðil 11. nóvember og hann gildir út árið. Lokað er á aðfangadag og jóladag. Hér er gríðarlega góð stemmning en líka mikið álag á fólki í öllum störfum - á veitingastjóranum, yfirkokknum og þjónunum. Við þurfum auka mannskap á þessum tíma svo allt gangi upp. Þetta krefst mikillar vinnu og skipulags.” 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.