Þeir sem áttu leið úr landi í nóvember gátu flogið beint frá Keflavíkurflugvelli til nærri fimmtíu borga í Evrópu og Norður-Ameríku en langflestar voru ferðirnar til London. Þangað var flogið að jafnaði um átta sinnum á degi hverjum á vegum fimm flugfélaga.
Samkeppnin um farþega á öðrum flugleiðum er minni og ferðirnar ekki eins tíðar eins og sjá má hér fyrir neðan.