Samfélagsmiðlar

Danir fagna ferðafólki

Átta af hverjum tíu Dönum eru hlynntir ferðaþjónustu í landinu og fagna ferðafólki í nærumhverfi sínu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Epinion gerði fyrir Ferðamálaráð Danmerkur.

Sýki í Kristjánshöfn í Kaupmannahörn

Í Kristjánshöfn

Ferðafólkið snéri aftur til Danmerkur eftir tveggja ára fjarveru í kórónafaraldrinum og heimamenn kætast vegna þess að gestirnir hafa góð áhrif á efnahaginn, auka framboð í verslun og veitingarekstri, fjölga tækifærum til að njóta menningarlífs og afþreyingar í náttúrunni. 

Sumardagur við Sjálandsströnd – MYND: ÓJ

Þetta eru niðurstöður könnunar sem Epinion gerði fyrir Ferðamálaráð Danmerkur (VisitDenmark) meðal nærri sex þúsund Dana. Nærri átta af hverjum tíu (79%) telja að ferðaþjónustan hafi fremur jákvæðar en neikvæðar afleiðingar fyrir Danmörku. 

„Danmörk er mikið ferðamannaland, dregur til sín fleiri erlenda gesti en nágrannalöndin Svíþjóð og Noregur samanlagt, og ferðaþjónustan vegur þungt í landsframleiðslunni. Þess vegna er mikilvægt að Danir styðji ferðaþjónustuna, eins og kemur í ljós í þessari könnun,” segir Jan Olsen, forstjóri Ferðamálaráðsins, og bætir við: „Danir kunna vel að meta heimsóknir ferðamanna. Þeim fylgir líf og fjör – og svo örva þeir verslun og viðskipti á stöðum sem þeir heimsækja. Þau sem búa á vinsælustu ferðamannastöðunum sjá kostina við ferðaþjónustuna.”

Á Ráðhústorgi – MYND: ÓJ

Könnunin leiðir í ljós að 59 prósent Dana telja að nærumhverfi þeirra mótist af ferðaþjónustu og það leiðir til jákvæðra viðhorfa gagnvart ferðaþjónustu. Á þessum svæðum þar sem ferðaþjónustan er umsvifamest telja 82 prósent að hún hafi fleiri kosti en galla. 

„Víða í landinu stuðlar ferðaþjónustan að þróun og vexti. Þetta á bæði við um borgirnar og strandsvæðin, þar sem ferðaþjónustan hefur orðið til þess að verslunum, veitingahúsum og afþreyingarmöguleikum hefur fjögað. Það er ákveðin jafnvægislist að fá sjá til þess að ferðamenn upplifi staðarmenningu á sama tíma og íbúarnir sjálfir hafi áfram rými til að sinna sínum daglegu þörfum. Könnunin leiðir í ljós að þessi sambúð íbúa og ferðamanna gengur vel á heildina litið,” segir Jan Olsen í tilkynningu frá Danska feramálaráðinu. 

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamaður við Amalíuborg

Þó að Danir séu almennt jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar á það ekki við um allar greinar hennar. Aðeins 36 prósent aðspurðra í könnuninni meta kostina umfram gallana við komur skemmtiferðaskipa til landsins. Kaupmannahöfn er vinsæll viðkomustaður skemmtiferðaskipa. Aðeins 16 prósent telja að þau hafi jákvæðar afleiðingar fyrir landið. Tæplega helmingur aðspurðra  tekur ekki beina afstöðu. Lítill hluti aðspurðra telur að skemmtiferðaskipin hafi neikvæð áhrif á umhverfi og náttúru um leið og þau þrengi að möguleikum fólks og fara um óhindrað. 

Um þetta segir Jan Olsen: „Sjálfbærni er mikilvæg í þróun ferðaþjónustunnar. Þetta á líka við um skemmtiferðaskipin. Unnið er að því að draga úr mengun frá skipinum. Þá er leitast við að dreifa ferðamönnum betur til að koma í veg fyrir átroðning, t.d. með því að laða þá til landsins utan háannatímans. Við þurfum að vinna áfram að þessum þáttum til að viðhalda stuðningi Dana við ferðaþjónustuna.” 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …