Erlendir fjárfestar með fimmtungs hlut

MYND: DENVER FLUGVÖLLUR

Bandaríska fjárfestingafélagið Miri Capital Management keypti hlutabréf í Icelandair fyrir um einn milljarð króna seinni hlutann í nóvember líkt og Túristi greindi frá. Og samkvæmt nýjum lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins er Miri Capital nú níundi stærsti hluthafinn með 1,41 prósent hlut.

Sá langstærsti er sem fyrr Bain Capital Credit með 17,2 prósent en þessi bandaríski lánasjóður skráir eign sína í írsku skúffufélagi. Á listanum yfir stærstu hluthafana eru tvö aðrir erlendir fjárfestar, annars vegar breski fjárfestirinn John Shimpton og hins vegar bandarískur vogunarsjóður, Stone Forest Capital.

Samtals eiga þessir fjórir erlendu fjárfestar 20 prósent í flugfélaginu.