Samfélagsmiðlar

Erlendum farþegum fjölgar hjá Niceair

„Það tekur smá tíma að vinda ofan af þeirri þröngu hugsun að allt millilandaflug hljóti að fara um Keflavík," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Niceair. Um 23% farþega félagsins eru erlendir ferðamenn. Stefnt er að því að stækka eigendahópinn.

Vél Niceai í aðflugi til Akureyrar

Flugvél Niceair í aðflugi til Akureyrar.

Túristi velur ekki fyrirtæki ársins í ferðaþjónustu. Mörg kraftmikil og áhugaverð fyrirtæki kæmu til greina. Eitt þeirra væri sannarlega flugfélagið Niceair, sem gjörbreytt hefur ferðamöguleikum Norðlendinga með beinu flugi frá Akureyri til útlanda og dregið hefur athygli annarra flugfélaga á því sem Norðurland hefur að bjóða.

Niceair sinnir norðlenska markaðnum á sama tíma og enn er beðið flugtenginga milli flugvallanna á Akureyri og í Keflavík til að auðvelda íbúum fyrir norðan og austan utanferðir og beina erlendu ferðafólki norður í land. Icelandair tilkynnti í vetur að félagið hefði ákveðið að seinka sínum áformum um flug milli Akureyrar og Keflavíkur um eitt ár – fram á vor árið 2024.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
Þorvaldur Lúðvík fyrir framan Gránufélagshúsin á Oddeyri, þar sem Niceair hefur skrifstofu – MYND: ÓJ

Niceair varð að veruleika að frumkvæði Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra, og ýmsir fjárfestar fyrir norðan höfðu trú á tiltækinu. Túristi ræddi við stofnandann á Þorláksmessu:

Ertu sáttur við stöðu Niceair nú þegar líður að áramótum?

„Við erum býsna sátt með stöðuna. Heildarsætanýting þessa fyrstu sjö mánuði er um 68 prósent og ekki hefur orðið messufall vegna þess að gert er út frá Akureyri – þrátt fyrir marglitaðar viðvaranir í vetur. 

Algerlega ófyrirsjáanlegt bras tengt Bretlandsfluginu var auðvitað skellur fyrir okkur. Áhrifin af því komu fram nú í vetur, enda var Bretlandsflugið fyrst og fremst hugsað sem vetrarvara. Við höldum hinsvegar ótrauð áfram, stefnum á Bretland ekki síðar en í október á næsta ári. Rekstrarafkoman ber keim af þessu, auk þess sem afleiðingar Úkraínustríðsins, með hækkun eldsneytisverðs, og sterkur Bandaríkjadollar, hafa verið að stríða okkur eins og öðrum.

Flugvél Niceair

Við höfum flutt um 25 þúsund farþega á tímabilinu og hlutfall erlendra farþega hefur hækkað stöðugt. Það er núna um 23 prósent. Stóra myndin er sú að við erum með betri nýtingu en við reiknuðum með, auk þess sem vel hefur gengið að fylgja kostnaðarhækkunum eftir í farmiðaverði. 

Það tekur smá tíma að vinda ofan þeirri þröngu hugsun að allt millilandaflug um Ísland hljóti að fara um Keflavík. Það er allt á góðri leið og sífellt fleiri sjá möguleikann í því að stækka Ísland sem áfangastað og stuðla að bættri nýtingu landsins alls. Við rekum ekki tengimódel, eins og íslensku félögin sem fljúga um Keflavík, heldur erum í beinu flugi til og frá Akureyri, horfum fyrst og síðast til þess að flytja erlenda ferðamenn til landsins – með dyggum stuðningi heimamanna. Heimamarkaðurinn hefur verið þróttmeiri en við þorðum að vonast eftir. 

Félagið nýtur mikils meðbyrs í samfélaginu fyrir norðan og fyrir það erum við afskaplega þakklát.  Heimamenn fljúga í auknum mæli frekar með okkur til Kaupmannahafnar og taka síðan flugið þaðan til meira en 200 áfangastaða, fremur en að eyða heilum degi í akstur suður, gista þar eina nótt, eins og við þurfum að gera ef flogið er um Keflavík. Verð á farmiða er auk þess svipað eða lægra en ef flogið er til Reykjavíkur.“

Flugvöllurinn á Akureyri
Akureyrarflugvöllur

Ferðaþjónustan á Norðurlandi þarfnast þess sárlega að beint alþjóðaflug verði til Akureyrar árið um kring. Þið eruð komin en fylgja fleiri á eftir? 

„Ég reikna nú með að aðrir muni fylgja eftir á mismunandi tímabilum. Edelweiss, Transavia og Condor hafa öll boðað komu sína á afmörkuðum tímabilum og tímaspurmsál er hvenær einhver flugrekandi reynir við heilsársflug. 

Áfangastaðurinn Norður- og Austurland hefur reynst kærkomin nýjung í hillur ferðaheildsala erlendis og ástæðulaust er að ætla annað en að beint flug í þessa landshluta aukist til muna, nú þegar fólk er að uppgötva hversu stór áfangastaður Ísland raunverulega er. Um 70 prósent þeirra sem fara frá Íslandi hyggjast koma aftur. Tæp 50 prósent þeirra vilja komast beint norður. Með einfaldri nálgun má reikna út að sá fjöldi væntra endurkomufarþega sem hefði áhuga á að fara norður væri ríflega fimm milljónir, sé miðað við fjölda ferðamanna undangengin 12 ár. Ferðamenn sem kæmu norður væru líkast til gott hlufall af þessari tölu. 

Til þess að búa okkur undir þessa tíma þarf að ráðast í löngu tímabæra uppbyggingu innviða á Norðurlandi. Við bíðum enn eftir úrbótum á aðstöðu á flugvelli, en af einhverjum ástæðum hefur byggingu flugstöðvar enn verið frestað og síðan er skortur á hótelherbergjum á svæðinu vel þekktur.

Allt horfir þetta þó til bóta.“

Grunnur við flugstöðina á Akureyri
Akureyringar eru orðnir langeygir eftir því að umbótum á flugvellinum ljúki – MYND: ÓJ

Hver eru áform ykkar varðandi áætlunarflug á næsta ári?

„Við höfum í hyggju að bæta við Düsseldorf í okkar áætlun, auk þess sem Alicante tekur við af Tenerife.  Þá mun flug til London og Manchester hefjast seinni hluta næsta árs.“

Sérðu fyrir þér að breytingar verði á eigendahópi eða að þið sækið meira hlutafé?

„Núverandi hluthafar hafa sett um 570 milljónir króna í félagið til þessa, til að standa straum af stofnun, uppbyggingu og rekstri fyrstu mánuðina. Við höfum í hyggju að víkka út hópinn á næstunni og horfum þá fyrst og fremst til þess að stofnanafjárfestar,  sérhæfðir sjóðir og kunnáttufólk í ferðaþjónustu eða flugi, skoði um hvað þetta snýst.

Akureyri og Pollurinn
Leirurnar, Pollurinn, Oddeyri og Kaldbakur í fjarska – MYND: ÓJ

Við teljum að við njótum yfirburðastöðu á okkar heimamarkaði, sem hefur verið sveltur varðandi þjónustu til þessa, og erum í reynd að bjóða nýjung á ferðamarkaði, bæði inn í landið og út úr því. Stöðugt hækkandi hlutfall erlendra fluggesta okkar frá mismunandi þjóðlöndum sýnir okkur líka að tengibrúin um Kaupmannahöfn og beint norður er að virka. 

Þannig viljum við meina að við séum í góðri stöðu til að byggja á þeim árangri sem nú hefur náðst og viljum víkka út hópinn til að taka þátt í þeirri vegferð með okkur. 

Þorvaldur Lúðvík á góðum sumardegi – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …