Eitt af því sem einkenndi ganginn í ferðaþjónustunni eftir heimsfaraldur var hversu langan tíma fólk gaf sér í Íslandsreisuna. Gistinætur á hvern útlending urðu þá mun fleiri en þær höfðu verið og þessu fagnaði forsvarsfólk atvinnugreinarinnar og ráðamenn líka.
Í samanburði við 2018, þegar hingað komu flestir, var munurinn mikill en þá ber að hafa í huga að það ár einkenndist af dýrkeyptu kapphlaupi Icelandair og Wow Air. Framboð á ódýrum farmiðum var mikið og hingað streymdu til að mynda óvenju margir ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.