Fjölga ferðum og þotum til að koma farþegum á áfangastað

Play
MYND: ÓJ

Þrjár þotur á vegum Play fljúga tómar til Bandaríkjanna í dag til að sækja farþega félagsins. Ástæða þess að enginn flýgur með þotunum út er sú að fyrirvarinn er stuttur og því ná farþegar ekki náð í tæka tíð út í Leifsstöð fyrir brottför. Áhafnir Play hafa verið fluttar flugleiðis frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar.

Í tilkynningu frá Play segir að ferðir félagsins til Alicante og Tenerife í dag séu á áætlun þar sem Reykjanesbraut sé nú opin. Farþegar sem eiga bókað í þær ferðir í dag hafa fengið skilaboð þess efnis.

„Skiljanlega hafa þessar aðstæður sem hafa skapast orðið til þess að margir hafa ekki komist á áætlunarstað eða til síns heima síðustu daga. Til að greiða úr því hefur Play brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu til landsins, sem til stóð að taka í notkun vor.

Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem við munum leigja inn vélar til þess að til þess að allir okkar farþegar komist á sinn áfangastað fyrir jólin svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur líka að starfsmenn Play vinni að því hörðum höndum að koma öllum á áfangastað fyrir jólin og er farþegum þökkuð veitt þolinmæði „á þessum krefjandi tímum sem við stöndum frammi fyrir.“