Samfélagsmiðlar

Gera hlé á flugi til New York eftir áramót

Þotur Play munu ekki fljúga til Stewart flugvallar frá byrjun janúar og fram í miðjan febrúar á næsta ári. Birgir Jónsson, forstjóri Play, útskýrir hér þessa breytingu og ræðir líka nýafstaðið hlutafjárútboð og áform um aukið flug til Norður-Ameríku og Evrópu næsta sumar.

Flugstöðin við Stewart flugvöll norður af New York borg.

„Eins og blasir við þá erum að draga aðeins saman yfir háveturinn þegar eftirspurnin er veikust. Eins er olíuverðið er hátt og það er líka breyta í þessu,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um þá ákvörðun að gera hlé á flugi til New York í nærri sex vikur eftir áramót. Breytingin hefur ekki hafa áhrif á fjölda starfsmanna.

Spurður hvort ekki þurfi að fækka ferðum til Evrópu á móti þá segir Birgir að það verði gert en þá helst með því að draga úr tíðni ferða innan vikunnar. Meira verði það ekki því flugáætlunin til Boston og Baltimore-Washington verði óbreytt. Þeir farþegar sem ætla milli Evrópu og Norður-Ameríku í byrjun næsta árs komast því alla leið með Play.

Play er eina alþjóðlega flugfélagið á Stewart flugvelli í New York á meðan keppinautarnir nýta Newark eða JFK flugvöll til að fljúga til Evrópu. Og að sögn Birgis er hið stutta hlé á flugi til New York eftir áramót ekki undanfari þess að félagið skipti um starfsstöð á New York svæðinu.

Útgerðin á Stewart flugvelli hafi nefnilega gengið vel nema hvað aðstaða fyrir fraktflutninga þar sé ennþá ekki nógu góð. Stjórnendur Play eru því að pressa á úrbætur hvað það varðar. „Fraktflugið er komið á fullt á hinum völlunum í Bandaríkjunum,“ bætir Birgir við.

Ekkert skilyrði að fjármagnið verði ekki nýtt

Stærstu hluthafar Play ætla að leggja félaginu til 2,3 milljarða króna en útboð sem haldið var fyrir almenna hluthafa skilaði engu. Birgir ítrekar það sem hann hefur áður sagt að hann hafi ekki átt von á mikilli þátttöku þar sem útboðsgengið hafi verið hærra en markaðsverðið.

Þú hefur líka sagt að hið nýja hlutafé verði lagt inn á banka þar sem þið þurfið ekki á auknu fé að halda í rekstrinum. Framundan eru þó mánuðir sem flugfélög tapa alla jafna miklu fé. Eru þið alveg viss um að þurfa ekki að nýta fjármagnið í reksturinn?

„Ef það fer þannig þá er það bara þannig. Það eru engin skilyrði í þessu útboði að við notum ekki peninginn. Þvert á móti er hann settur inn til að vera þarna ef við þurfum en plönin gera ekki ráð fyrir að til þess komi. En það verður líka að koma skýrt fram, eins og við höfum verið að benda á, að við teljum okkur ekki þurfa á fjármagninu að halda í rekstrinum miðað við lausafjárstöðuna.

Við áttum okkur á því að við verðum í taprekstri í vetur og fram að sumarvertíð en ef það kemur ekki eitthvað upp, til dæmis mikil hækkun á olíuverði, þá eigum við ekki að þurfa að ganga í þennan sjóð,“ útskýrir Birgi. Hann bætir við að staða Play sé önnur en hins norska Flyr en það félag efndi líka til hlutafjárútboðs í nóvember en þá gagngert til að halda starfseminni gangandi.

Nýjar þotur og áfangastaðir

Play nýtir í dag sex flugvélar en í byrjun næstu sumarvertíðar verða þoturnar tíu. Forstjórinn segir að langstærsti hluti þess kostnaðar sem fellur til vegna þeirrar viðbótar hafa verið greiddur. Kjörin hafi verið frábær og til marks um það þá bíði nýju þoturnar tilbúnar í Danmörku en um er að ræða glænýjar vélar frá Airbus.

„Þannig að það er fullt af kostnaði sem við þurfum ekki að bera,“ bætir Birgir við en segir þó ljóst að þjálfun starfsfólks og markaðskostnaður séu liðir sem kosti sitt þegar félagið sé að stækka og bæta við áfangastöðum.

Þurfiði ekki að setja nýju áfangastaðina vestanhafs í sölu sem fyrst?

„Við höfum bætt við Dulles í Washington og það eru einn til tveir áfangastaðir í viðbót sem við eigum eftir að kynna. Við höfum verið að vinna í leyfum fyrir flug til Kanada sem er alveg jafn flókið ferli og í Bandaríkjunum. Það er að klárast þannig að nú ætti að draga til tíðinda alveg á næstunni.

Tíðari ferðir til evrópskra borga

Nú ætlar Icelandair að fljúga til Prag í samkeppni við ykkur og þau byrja með fjórar ferðir í viku á meðan þið gerið ráð fyrir tveimur alveg eins og síðasta sumar. Er þessi innkoma Icelandair vísbending um að þið ættuð að fljúga oftar á ákveðna áfangastaði?

„Hluti af því sem við ætlum að gera næsta sumar er að auka tíðnina á sumum stöðum þó Prag þurfi ekki að vera einn af þeim. Við eigum eftir að stilla upp fullt af hlutum í sumarprógramminu þó að Norður-Ameríka þurfa að liggja soldið vel fyrir fyrst. Okkur hefur gengið mjög vel í þessum ferðamannaborgum og ætlum að nýta okkur það forskot sem við höfum. Þetta eru staðir þar sem fólk kaupir ekki sæti á viðskiptafarrými heldur bara á almennu farrými. Þarna nýtist því þessi lági einingakostnaður okkar í takt við tekjurnar. Við erum ennþá með nokkur ný spil upp í erminni þó það þurfi ekki endilega að vera mikið af nýjum stöðum heldur bara þétting á þeim sem fyrir eru.“

Þurfið þið ekki líka að tryggja ykkur fleiri lendingarleyfi, til dæmis í París?

„Jú, það er líklegt að við fjölgum ferðum til þessara stærstu flugvalla. Gríðarlegar vinsældir Parísar hafa komið okkur soldið á óvart og við þurfum að bæta við ferðum þangað í takt við aukin umsvif í Ameríku.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …