„Eins og blasir við þá erum að draga aðeins saman yfir háveturinn þegar eftirspurnin er veikust. Eins er olíuverðið er hátt og það er líka breyta í þessu,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um þá ákvörðun að gera hlé á flugi til New York í nærri sex vikur eftir áramót. Breytingin hefur ekki hafa áhrif á fjölda starfsmanna.
Spurður hvort ekki þurfi að fækka ferðum til Evrópu á móti þá segir Birgir að það verði gert en þá helst með því að draga úr tíðni ferða innan vikunnar. Meira verði það ekki því flugáætlunin til Boston og Baltimore-Washington verði óbreytt. Þeir farþegar sem ætla milli Evrópu og Norður-Ameríku í byrjun næsta árs komast því alla leið með Play.
Play er eina alþjóðlega flugfélagið á Stewart flugvelli í New York á meðan keppinautarnir nýta Newark eða JFK flugvöll til að fljúga til Evrópu. Og að sögn Birgis er hið stutta hlé á flugi til New York eftir áramót ekki undanfari þess að félagið skipti um starfsstöð á New York svæðinu.
Útgerðin á Stewart flugvelli hafi nefnilega gengið vel nema hvað aðstaða fyrir fraktflutninga þar sé ennþá ekki nógu góð. Stjórnendur Play eru því að pressa á úrbætur hvað það varðar. „Fraktflugið er komið á fullt á hinum völlunum í Bandaríkjunum,“ bætir Birgir við.
Ekkert skilyrði að fjármagnið verði ekki nýtt
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.