Hæfnisnefnd við ráðningu ferðamálastjóra tekin til starfa

Ferðamenn í Reykjavík. MYND: ÓJ

Staða ferðamálastjóra var auglýst laus til umsóknar í lok október í kjölfar þess að Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem gegnt hefur embættinu síðustu 5 ár, ákvað að láta gott heita nú um áramótin.

Umsóknarfrestur rann út um miðjan nóvember og bárust fjórtán umsóknir en ein þeirra var dregin tilbaka. Og nú hefur menningar og viðskiptaráðherra skipað ráðgjafandi hæfnisnefnd við ráðningu nýs ferðamálastjóra og hefur nefndin þegar tekið til starfa.

Í henni sitja þau Valgerður Rún Benediktsdóttir, fyrrum skrifstofustjóri ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Friðrik Pálsson, hótelhaldari að Hótel Rangá, ásamt Öldu Sigurðardóttur mannauðsstjóra. Með hæfnisnefndinni mun starfa Bryndís Ólafsdóttir frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.