Innanlandsflug í gang á ný

Vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar hafa flugvélar flogið þessa stuttu leið síðustu sólarhringa. Skjámynd: Flightradar

Umferðin um Reykjavíkurflugvöll síðustu sólarhringa hefur takmarkast við flug þaðan til Keflavíkurflugvallar og Vestmannaeyja. Allt annað innanlandsflug hefur verið fellt niður vegna veðurs en brottfarir dagsins í dag eru allar á áætlun samkvæmt heimasíðu Isavia.

Bæði Icelandair og Play brugðu á það ráð í gær og fyrradag að fljúga áhöfnum og farþegum milli flugvallanna tveggja þar sem vegurinn milli þeirra var lokaður.

Flug frá Akureyri til Vopnafjarðar og Grænlands var líka fellt niður á mánudag en þessar ferðir eru á áætlun í dag.