Samfélagsmiðlar

Opna hótelið við Austurvöll

Gamli Sjálfstæðissalurinn hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd og verður hann hluti af rekstri hins nýja hótels.

Iceland Parliament Hotel er heiti nýs hótels við Alþingishúsið sem nú hefur verið opnað. Framkvæmdir við byggingarnar, sem hótelið er starfrækt í, hafa dregist á langinn og þeim lýkur fyrst næsta vor þegar öll 163 herbergi hótelsins verða tekin í notkun.

„Gamla Landssímahúsið gengur nú í endurnýjun lífdaga og verður aðgengilegt innlendum og erlendum gestum, en í almenningsrýmum hótelsins verður til sýnis einstakt safn íslenskrar myndlistar sem er í einkaeigu. Boðið verður upp á skipulagða leiðsögn um húsið á komandi ári fyrir þau sem vilja fræðast um íslenska myndlist og húsakynni hótelsins,“ segir í tilkynningu.

„Það má segja að byggingarnar verði nú aðgengilegri almenningi en nokkru sinni fyrr. Við viljum virða merka sögu reitsins og gera henni góð skil í okkar starfsemi, en á sama tíma hleypa nýju lífi í þau hús sem hafa í allt of langan tíma verið án starfsemi eða til lítillar prýði fyrir þennan mikilvæga samkomustað okkar Íslendinga við Austurvöll og Alþingi Íslands,“ segir Hildur Ómarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Iceland Hotel Collection, sem stýrt hefur framkvæmdum við hótelið fyrir hönd rekstraraðila.

Hildur bætir því við að bókunarstaða hótelsins sé góð fyrir komandi áramót og ekkert því til fyrirstöðu að gestir hússins komi saman og fagni nýju ári við sögufrægar slóðir við Austurvöll.

Veitingastaður hótelsins ber nafnið Hjá Jóni og snýr hann út að Austurvelli þar sem styttan af Jóni Sigurðssyni stendur. Á jarðhæð hótelsins verður barinn Telebar og er heitið skírskotun í fyrrum starfsemi hússins sem áður hýsti höfuðstöðvar Landsímans og fjarskiptatengingar höfuðborgarinnar við landsbyggðina og landsins við útlönd á árum áður. Á Telebar verða framreiddar kaffiveitingar á daginn og úrval vína og kokteila á kvöldin, ásamt smáréttum. Loks hefur gamli Sjálfstæðisalurinn verið endurgerður í upprunalegri mynd en bæði ytra og innra byrði salarins er friðað.

Hið nýja hótel er hluti af Iceland Hotel Collection by Berjaya sem áður hét Icelandair Hotels og var þá í eigu flugfélagsins sjálfs. Tengsl Icelandair við hótelið við Austurvöll eru þó talsverð því flugfélagið á helming í fasteigninni en líkt og Túristi hefur áður fjallað um þá hvíldu á henni skuldir upp á nærri 13 milljarða króna um síðustu áramót.


Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …