Óseldu sætin fleiri en áður

Það voru fleiri tóm sæti Icelandair í síðasta mánuði en jafnan var í þessum mánuði á árunum fyrir heimsfaraldur. MYND: ICELANDAIR

Framboðið á sætum í millilandaflugi Icelandair nam í nóvember 96 prósentum af því sem var í sama mánuði árið 2019. Þá voru 79 prósent sætanna bókuð en núna var hlutfallið 73,4 prósent sem er betra en í fyrra og hittifyrra þegar heimsfaraldurinn hafði neikvæð áhrif á eftirspurn eftir ferðalögum. Ef horft er lengra aftur í tímann þá var sætanýtingin í nóvemver nokkru lakari en á árum áður eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þetta er öfug þróun miðað við síðustu mánuði hjá Icelandair því sætanýtingin var há í sumar og haust. Í september sl. mældist hún til að mynda hærri en nokkru sinni áður á þeim tíma árs.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.