Reikna með 2,2 milljónum ferðamanna

Ferðamenn á Skólavörðustíg. MYND: ÓJ

Stjórnendur Isavia birtu í morgun spár sínar fyrir næsta ár og þar er gert ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll og hingað komi 2,2 milljónir erlendra ferðamanna. Það er aðeins minna en metárið 2018 þegar túristarnir voru 2,3 milljónir.

Það ár voru farþegarnir á Keflavíkurflugvelli 9,8 milljónir eða tveimur milljónum fleiri en reiknað er með á næsta ári.

Spá Isavia byggir þá líklega á þeirri forsendu að hlutfall tengifarþega verði mun lægra en árið 2018 en þá náðu umsvif Wow Air hámarki.