Samfélagsmiðlar

Komur skemmtiferðaskipa eru ekki bara böl – síður en svo

Aðalheiður Borgþórsdóttir skrifar

Af gefnu tilefni langar mig að tala aðeins um Seyðisfjarðarhöfn og þróun móttöku ferðamanna á höfninni í gegnum tíðina. Höfnin er ein af grunnnetshöfnum landsins, hefur verið mikilvæg höfn í samskiptum við meginland Evrópu frá örófi alda og frá náttúrunnar hendi er hún ein besta höfnin á Íslandi. Frá árinu 2004 hefur verið lögð áhersla á að laða skemmtiferðaskip til hafnarinnar og hefur það skilað árangri svo um munar. Á næsta ári eru bókaðar 114 komur með um 100 þúsund farþega. Norræna siglir þar að auki til Seyðisfjarðar með frakt, bíla og farþega til og frá Færeyjum og Danmörku árið um kring og eru það um 20 þúsund farþegar sem koma með ferjunni inn og út úr landi. Það má því með sanni segja að það sé líflegt á höfninni alla jafnan yfir sumartímann.

Starfsemin skapar fjölmörg heilsárs störf, telst okkur til að á höfninni og hjá Smyril-line séu það um 16 störf og að auki séu afleidd störf á höfninni um 20, þá aðallega yfir tímabilið frá apríl til september. Þessi umsvif hafa kallað á aukna afþreyingu, verslun, veitingar og aðra þjónustu. Í sumar voru reknir sjö veitingastaðir á Seyðisfirði, þrjár hönnunar- og minjagripaverslanir, handverksmarkaður og fleira. Gestir af skemmtiferðaskipunum fara í fjölbreyttar skoðunarferðir út úr bænum og dreifast þannig vel um svæðið.

Þegar komið er til baka er gengið um bæinn, kíkt inn á veitingastaði, keyptur lókal bjór eða minjagripir, prjónavörur og handverk frá svæðinu. Boðið er upp á skoðunarferðir innan fjarðar og utan með leiðsögn þar sem blandast saman náttúra, fræðsla og einstök upplifun undir stjórn leiðsögumanna sem hafa mikla og góða þekkingu á náttúru og sögu svæðisins.

Á höfninni er unnið að því að setja upp spennistöð fyrir landtengingu skipa, sú vinna hefur verið í gangi í nokkur ár og sér nú fyrir endann á henni. Aðstaðan á höfninni er fyrsta flokks en Seyðisfjarðarhöfn er eina höfnin sem státað hefur af þjónustuhúsi / terminal fyrir ferðamenn sem koma sjóleiðina til þessa.

Skemmtiferðaskipakomur skila höfninni miklum tekjum, verðmæta- og atvinnusköpunin er umtalsverð og allt tal um að þessi starfsemi sé ekki að skila neinu til samfélagsins og/eða þjóðarbúsins á bara alls ekki við rök að styðjast.

Hér er ferðamáti sem á rétt á sér og þær hafnir og fyrirtæki sem taka á móti og þjónusta skemmtiferðaskip hafa undir hatti Cruise Iceland unnið gott starf heima fyrir. Þessir aðila hafa unnið markvisst að því að mæta þeim áskorunum sem fylgir þeim aukna áhuga sem skipafélögin sýna á því að koma til Íslands. Bæði með því að dreifa skipum á fleiri hafnir, vinna að því að umhverfismálin séu tekin föstum tökum og að bæta innviði og þjónustu við ferðamenn sem vilja koma til Íslands þessa leiðina. Ég hvet fólk til þess að skoða það með opnum huga hversu mikilvægt það er að opna leiðir til Íslands um fleiri gáttir en flugvöllinn í Keflavík.

Varðandi mengun frá þessum skipum þá er unnið markvisst að því að sporna gegn henni og vilji menn kynna sér þá vinnu bendi ég á Faxaflóahafnir sem komnar eru hvað lengst. Mörg þeirra skipa sem eru í smíðum verða knúin náttúrugasi og rafmagni. Ferðaþjónusta mengar og eðlilegast væri ef fráfarandi ferðamálastjóri og fleiri sem talað hafa í sama tón og hann myndu taka heildar myndina til skoðunar frekar en að ráðast að einni greininni með þeim hætti sem þeir hafa gert í fjölmiðlum undanfarið.

Ég tek undir með formanni SAF samtakanna að það þarf að rannsaka, en ekki bara áhrifin sem skipakomurnar hafa á innviðina og kolefnasporið, heldur þarf að rannsaka allar hliðar ferðaþjónustunnar. Það þarf líka að vinna að því að „dreifa“ ferðamönnum um landið og að finna leiðina til þess. Þeim verður ekki dreift eins og mykju á tún. Innviðir þurfa þá að vera í lagi, markaðssetningin að ná til alls landsins og samstarf milli landshluta að vera á borði en ekki bara í orði, falin í fallega myndskreyttum skýrslum. Það þurfa að vera til hótel, vegasamgöngur, afþreying og aðgengi um allt land.

Um höfundinn: Aðalheiður er atvinnu- og menningarstjóri og fulltrúi sveitastjóra á Seyðisfirði. Hún hefur starfað við þróun ferðaþjónustu og menningarmála fyrir Seyðisfjörð og Austurland frá árinu 1998.

– Hafðu samband ef þú vilt birta grein á Túrista

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …