Play flutti 75 þúsund farþega í nóvember og að jafnaði voru 8 af hverju 10 sætum skipuð farþegum. Í ferðum félagsins til London, Parísar og Tenerife var sætanýtingin ennþá hærri eða 90 prósent að því segir í tilkynningu sem fylgir mánaðarlegum flutningatölum félagsins.