Vetrarveður í London hefur áhrif á flugumferðina

Það mun reyna á þolinmæði farþega í London í dag vegna vetrarfærðar. MYND: HEATHROW

Það eru átta ferðir til London á dagskrá Keflavíkurflugvallar í dag en nú í morgunsárið tilkynntu flugmálayfirvöld í bresku höfuðborginni að flugbrautinni við Stansted hefði verið lokað vegna snjókomu og slæms skyggnis. Þota Play sem leggja átti í hann til Stansted fyrir klukkutíma síðan, klukkan hálf sjö, bíður ennþá við Leifsstöð.

Umferðin Heathrow og Gatwick verður einnig takmörkuð nú í byrjun dags en fimmtíu brottförum frá Heathrow var aflýst í gær vegna óvenju mikils kulda.