Samfélagsmiðlar

Alþjóðlegt samstarf um að hótel fylgi viðurkenndum reglum um sjálfbærni

Tvenn alþóðasamtök á sviði sjálfbærnimála í ferðaþjónustu hafa tekið saman höndum um að vinna markvissar að innleiðingu reglna og viðmiða varðandi sjálfbærni í hótelrekstri.

urvalutsyn atlantis palm dubai hotel resort

Bygging Atlantis The Palm, glæsihótelsins í Dúbæ, hafði mikil umhverfisáhrif og óvíst er hvort ströngustu reglum um sjálfbærni sé fylgt

Tvenn alþjóðleg samtök sem vinna að sjálfbærni innan ferðaþjónustunnar hafa tilkynnt um nánara samstarf á því sviði. Þetta eru Samband fyrirtækja í sjálfbærri gistiþjónustu (The Sustainable Hospitality Alliance) og Alþjóðaráð um sjálfbæra ferðaþjónustu (Global Sustainable Tourism Council).

Með samstarfinu ætti að nást til fleiri innan greinarinnar og nýta betur sérþekkingu á því hvernig komið er á viðmiðum og reglum um sjálfbæran rekstur. Tilgangurinn er að auka skilning í hótelrekstri og innan ferðaþjónustunnar á því hvað felst í sjálfbærni og afla haldbærra gagna um stöðuna í sjálfbærnimálum. 

Á síðustu árum hefur grænþvottur færst í aukanna á heimsvísu og innan allra atvinnugreina. Fyrirtæki hafa í markaðssetningu sinni gefið til kynna að starfsemi þeirra og þjónusta lúti kröfum um sjálfbæra þróun án þess að innistæða hafi verið fyrir því. Með þessu er verið að veita neytendum rangar eða villandi upplýsingar sem grafa undan tiltrú á því sem raunverulega er verið að gera í þessum málum. Grænþvottur er svik við neytendur, samfélög – og jörðina sjálfa.

Innan alþjóðlega hótelgeirans er margskonar fyrirkomulag í gildi um það hvernig fyrirtæki veita upplýsingar um umhverfismál, samfélagsþætti og stjórnarhætti (ESG-Environmental, Social and Goverance) til hluthafa og fjárfesta – og yfirvalda í hverju landi. Þetta er ómarkvisst og veldur erfiðleikum við að mæla hvort fyrirtæki fylgi reglum og hindrar þar með innleiðingu góðra starfshátta. Nú er ætlunin að öll hótel og gistihús hafi réttu verkfærin og leiðbeiningar til að ná mælanlegum árangri í sjálfbærnimálum.

Þetta samkomulag er mikilvægur áfangi á þeirri leið að ferðaþjónustan fylgi kröfum um sjálfbæran rekstur. Innan Sambands fyrirtækja í sjálfbærri gistiþjónustu (The Sustainable Hospitality Alliance) eru um 40 prósenta hótela í heiminum með sjö milljónir herbergja. Á meðal hótelhringja sem aðild eiga að sambandinu eru Marriott International, Hilton Hotels & Resorts, IHG Hotels & Resorts, Hyatt Hotels Corporation, BWH Hotel Group og Radisson Hotel Group. Að auki starfar innan sambandsins mikill fjöldi sjálfstæðra hótela.

Starfsemin sem fram fer á hóteli hefur mikil áhrif á umhverfi, efnahag og samfélag þess. Áætlað er að eitt prósent af losun CO2 í heiminum komi frá hótelum. Þau þurfa ógrynni af vatni og rafmagni, skilja eftir sig mikið af sorpi og úrgangi. Hótelin veita líka mörgum atvinnu og eru mikilvægir kaupendur á vöru og þjónustu.

Ferðaþjónusta þrífst ekki án hótela. Hótelin þrífast ekki til lengdar nema að þau starfi í sátt við samfélag og umhverfi.

hotelrum nik lanus
Mynd: Nik Ianus
Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …