Eftir að hafa misst Primera Travel veldi sitt til Arion banka sumarið 2019 þá stofnaði Andri Már Ingólfsson ferðaskrifstofuna Aventura sem hóf að selja Íslendingum ferðir út í heim snemma árs 2021. Á þeim tíma gerði heimsfaraldurinn þess háttar rekstri erfitt fyrir en engu að síður opnaði Aventura líka útibú í Danmörku í lok þarsíðasta árs.