Samfélagsmiðlar

Enn óljóst hvort íslenskt flug fái undanþágu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur í bréfum til ráðamanna í Evrópu lýst „þungum áhyggjum" af áhrifum nýrra reglna sem draga eiga úr mengun vegna flugferða.

Tugmilljarða framkvæmdir við stækkun Keflavíkurflugvallar og tiltrú fjárfesta á Icelandair og Play byggjast að miklu leyti á legu Íslands og kostum þess að millilenda hér á leiðinni milli Evrópu og Norður-Ameríku. Auknar álögur á flugumferð, til að draga úr losun, gætu þó lagt haft neikvæð áhrif á verð á Íslandsflugi og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga.

Íslenskir flugrekendur og Isavia lýstu í fyrra yfir miklum áhyggjum af stöðu sinni vegna hertari aðgerða Evrópusambandsins til að stemma stigu við mengun vegna flugsamgangna. Annars vegar með því að fella niður fríar losunarheimildir og hins vegar með aukinni kröfu um notkun á sjálfbæru eldsneyti.

Þessar nýju reglur eiga að taka gildi í byrjun næsta árs og eru þær hluti af svokallaðri Fit for 55 aðgerðaáætlun ESB en markmið henner er að draga úr kolefnislosun innan Evrópu um 55 prósent fyrir árið 2030.

Kaup á losunarheimildum vega nú þegar orðið þungt í rekstri íslenskra flugfélaga enda hefur verðið á þessum heimildum hækkað hratt síðustu ár. Ef fríu heimildirnar hverfa þá má ljóst má vera að losunarkvótar verða ennþá hærri kostnaðarliður fyrir evrópsk flugfélög. Sérstaklega á það við um íslensku flugfélögin þar sem þau þurfa, vegna fjarlægðar Íslands, að fljúga lengri leiðir innan Evrópu en flugfélög annarra ríkja.

Hátt í fjórir af hverjum tíu farþegum á Keflavíkurflugvelli eru svokallaðir tengifarþegar -Mynd: ÓJ

Þessar breytingar myndu ekki eingöngu auka kostnað af áætlunarflugi Icelandair og Play innan Evrópu heldur líka gera flugfélögunum tveimur erfiðara um vik í samkeppni við evrópsk og amerísk flugfélög í ferðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. 

Í umsögn Icelandair um þessar breytingar er til að mynda haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að innleiðing reglnanna myndi leggja þyngri byrðar á íslenska flugrekendur en aðra innan Evrópska efnahagssvæðisins. Að öllu óbreyttu verða Icelandair og Play nefnilega að greiða evrópska losunargjaldið frá meginlandi Evrópu til Íslands en í flugi héðan til Norður-Ameríku yrði mengunarálagið aftur alþjóðlegt en það er töluvert lægra en það evrópska.

Keppinautar íslensku flugfélaganna munu aftur á móti aðeins þurfa að greiða lægra gjaldið enda fljúga þau beint frá meginlandi Evrópu og til Norður-Ameríku. Millilendingin hér á landi eykur því álögurnar verulega á Icelandair og Play eins og frumvarpið er í dag.

Evrópsk flugfélög gætu þurft að borga gjald af allri losun innan álfunnar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sendi á síðasta ári bréf til forseta framkvæmdastjórnar ESB, forseta leiðtogaráðsins og allra leiðtoga aðildarríkjanna þar sem hún lýsti „þungum áhyggjum“ af áhrifum fyrirliggjandi tillagna á fjarlæg eyríki sem reiða sig algerlega flugsamgöngur við önnur ríki.

Einnig kom forsætisráðherra því á framfæri að fyrrnefndar tillögur muni hafa neikvæðari áhrif á verð á Íslandsflugi en annað Evrópuflug. Það ætti þá líka við um áætlunarferðir erlendra flugfélaga til Íslands og þar með gera ferðalög hingað til lands dýrari en ella.

„Forsætisráðherra benti á að flug og tengdar greinar leggja allt að 14 prósent til þjóðarframleiðslu Íslands og að skert samkeppnisstaða Íslands í flugi myndi hafa alvarleg áhrif á hagkerfið og tíðni flugsamgangna við landið,“ sagði í frétt á vef stjórnarráðsins í fyrra. 

Í dsember náðist bráðabirgasamkomlag í viðræðum framkvæmdastjórnar ESB, Evrópuþingsins og ráðherraráðs ESB um að breytingum verði ýtt úr vör á næsta ári. Samkvæmt svörum frá Brussel, við fyrirspurn Túrista, þá þurfa aðildarríki ESB nú formlega að samþykkja breytingarnar og í framhaldinu taka við umræður um hvernig reglurnar verða innleiddar á öllu EES-svæðinu. Þar getur Ísland komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Að því er segir á vef Stjórnarráðsins er málið á forgangslista ríkisstjórnarinnar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …