Ennþá tafir á flugi

Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Það hefur sannarlega reynt á þolinmæði farþegar í Leifsstöð síðastliðinn sólarhring. MYND: ÓJ

Þeir farþegar Icelandair sem komu til landsins í gærmorgun þurftu að halda kyrru fyrir í þotunum fram undir kvöldmat vegna ofsaroks og mikillar hálku við Leifsstöð. Mörg hundruð manns þurftu að sætta sig við þess löngu setu í flugvélunum vegna ástandsins.

Í gærkvöld voru veðurskilyrðin mun betri og þá lentu á Keflavíkurflugvelli tíu þotur á vegum erlendra flugfélaga. Eftir miðnætti komu svo flugvélar íslensku flugfélaganna inn til lendingar og þar af þrjár sem fluttu hingað stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta frá Gautaborg í Svíþjóð.

Ennþá eru töluverðar tafir á umferðinni um Keflavíkurflugvöll, til að mynda aflýsti Icelandair nokkrum ferðum frá Norður-Ameríku í nótt og eins var Evrópuflugi Play í morgun seinkað um þrjá til fjóra klukkutíma.