Samfélagsmiðlar

Evrópusambandið vill hraða grænu byltingunni

Evrópusambandið hefur ákveðið að bregðast við ákalli um meiri stuðning við vistvænan iðnað og nýsköpun í álfunni með ríkjastyrkjum og framlögum úr væntanlegum Fullveldissjóði ESB. Markmiðið er að Evrópa verði fyrsta kolefnishlutlausa álfan árið 2050.

Ursula von der Leyen

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á Davos-fundinum

Forysta Evrópusambandsins vill koma í veg fyrir flótta fyrirtækja frá Evrópu til Bandaríkjanna, þar sem Biden-stjórnin hefur samþykkt áætlun um stórsókn í uppbyggingu innviða til að bregðast við loftslagsbreytingum og hefur ákveðið að verja 369 milljörðum Bandaríkjadollara í áætlunina. Vistvæn tækni er sá hluti evrópsks iðnaðar sem nú vex hraðast.

Vindmyllur á Madeira – MYND: Unsplash/Colin Watts

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sem hún hélt á Davos-ráðstefnunni í Sviss í dag að í undirbúningi væri löggjöf til að tryggja vistvænum evrópskum iðnaði fjárframlög. Þessar ráðstafnir væru hluti af grænni iðnaðarstefnu sambandsins. Vistvæn tækni og nýsköpun ættu heima í Evrópu sem verði kolefnishlutlaus árið 2050 – fyrsta heimsálfan til að ná því takmarki.

„Til að þetta takist setjum við fram nýja kolefnishlutlausa iðnaðaráætlun. Markmiðið er að beina fjárfestingum að öllum hlutum aðfangakeðjunnar sem geta haft áhrif. Sérstaklega munum við beina sjónum að því að einfalda ferla og hraða leyfisveitingum vegna nýrra og vistvænna tæknilausna við framleiðslu. ”

Kvöldtraffík í Brussel – MYND: Unsplash/Patrick C.Freyer

Ursula von der Leyen segir að Evrópusambandið muni eins og Bandaríkin stórauka framlög til að þróa grænar og vistvænar iðnaðarlausnir og styrkja þannig Evrópu í alþjóðlegri samkeppni á þessu sviði: 

„Við leggjum þess vegna til að tímabundið verði vikið frá gildandi reglum um ríkisstuðning til að einfalda þessi mál og hraða þróuninni.”

Hún nefndi sem dæmi skattaafslætti og beina styrki vegna tiltekinna verkefna sem talið væri að stuðluðu að því að efla umhverfisvæna tækni. Einstök aðildarríki væru auðvitað misjafnlega í stakk búin til að styðja við þessa þróun með styrkveitingum og myndi ESB þess vegna leggja fram nauðsynlega fjármuni úr væntanlegum Fullveldissjóði sambandsins til að jafna aðstöðu ríkjanna.

Fullveldissjóðurinn, sem Ursula von der Leyen nefndi fyrst í haust hefur raunar enn ekki verið samþykktur af öllum aðildarríkjum ESB. Munar þar mest um að Þjóðverjar hafa ekki lýst yfir stuðningi sínum við sjóðsstofnunina. 

Meðal þeirra sem hvatt hafa til meiri opinberra afskipta til að hraða orkuskiptum er Anders Forslund, forstjóri Heart Aerospace í Svíþjóð, sem Icelandair verður í samvinnu við um þróun tvinnflugvélar fyrir innanlandsflug. 

Anders og Klara Forslund, stofnendur Heart Aerospace – MYND: Heart Aerospace
Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …