Samfélagsmiðlar

Ferðamálaráðherra hefur kynnt hugmyndir um að innheimt verði gjald af skemmtiferðaskipum

Meðal þess sem fólk í ferðaþjónustu telur að ógnað geti greininni á komandi árum er troðningstúrismi. Fjölgun skemmtiferðaskipa veldur sérstökum áhyggjum. Ferðamálaráðherra hefur kynnt fjármálaráðherra hugmyndir um gjaldtöku.

Skemmtiferðaskip á Ísafirði

Skemmtiferðaskip á Ísafirði

„Það er gríðarlegur fjöldi skemmtiferðaskipa að koma en engin sérstök stýring er á því hversu mörg þau eru. Ég og umhverfisráðherra erum að stilla saman okkar strengi, bæði hvað varðar stýringu inn á ferðamannastaði og líka gjaldtöku. Ég hef kynnt gjaldtöku fyrir efnahags- og fjármálaráðherra – möguleikana þar. Það er ekki búið að ákveða neitt en mér finnst þetta skipta máli,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, þegar hún ávarpaði Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar.

Lilja D Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar 2023

Ferðamálaráðherra ræddi á Nýársmálstofunni í Húsi atvinnulífsins þá vinnu sem er í gangi við að uppfæra ferðamálastefnuna til ársins 2030, sagði að hafin væri vinna við að undirbúa smíði aðgerðaáætlunar til að fylgja stefnunni eftir. Starfshópar myndu hafa mikið og gott samráð við ferðaþjónustufólk. Ráðherra telur líklegast að stefna og aðgerðaáætlun verði lögð fyrir Alþingi í formi þingsályktunar í byrjun haustþings 2023.

Vaxandi þungi hefur verið í umræðum innan ferðaþjónustunnar um komur skemmtiferðaskipa og hefur áhyggjum verið lýst af afleiðingum mikillar fjölgunar sem hefur orðið og er fyrirsjáanleg. Ferðamálastofa hefur áætlað samkvæmt bókunum fyrir árið 2023 að gera megi ráð fyrir helmingi fleiri skemmtiferðaskipum á þessu ári en í fyrra og farþegum fjölgi um 80 prósent.

Skemmtiferðaskip á Akureyri síðasta sumar – MYND. ÓJ

Á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar var umræðan um sjálfbærni í öndvegi en Íslenski ferðaklasinn hefur sett þau mál á oddinn. Gríðarleg fjölgun skemmtiferðaskipa og meðfylgjandi mengun er því eðlilega eitt helsta áhyggjuefni margra í greininni, eins og fram kemur í viðhorfskönnun sem KPMG gerði meðal fólks í ferðaþjónustu. Þegar spurt var um helstu ógnanir í ferðaþjónustu til 2026-2028 er fyrst nefndur troðningstúrismi, eða „massatúrismi“: Að Ísland verði ofsetið ferðamönnum. Vöxtur umfram getu og innviði muni hafa neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Fjölgun í komum skemmtiferðaskipa sé sérstakt áhyggjuefni.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …