Ferðir dagsins til Bandaríkjanna á áætlun

Flugstöðin í Portland í Oregon fylki en þar líkt og annars staðar í Bandaríkjunum liggur allt flug niðri þessa stundina. MYND: PDX

Um 400 brottförum frá bandarískum flugvöllum var frestað fyrr í dag vegna bilunar í tölvubúnaði sem sendir frá sér viðvarnir og veitir flugáhöfnum leiðbeiningar og upplýsingar fyrir flug. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að fá skýringar á biluninni um leið og þær liggja fyrir að því fram kemur í fréttum vestanhafs.

Ennþá er leitað eftir orsökum bilunarinnar en klukkan tvö að íslenskum tíma var opnað á ný fyrir umferð um flugvelli vestanhafs eins og fram kemur í tísti frá bandarískum samgönguyfirvöldum.

Ferðir dagsins frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna í dag eru því allar á áætlun en samtals eru átta brottfarir á dagskrá seinnipartinn.