Frá fjórum þjóðum komu fleiri ferðamenn en metárið 2018

Ferðamenn kaupa sér hressingu í Stykkishólmi. MYND: ÓJ

Af þeim farþegum sem fóru gegnum vopnaleitina í Leifsstöð á síðasta ári þá var 1,7 milljón með erlent vegabréf. Þessi talning hefur um langt árabil verið notuð til að segja til um fjölda ferðamanna hér á landi en hafa ber í huga að útlendingar, búsettir á Íslandi, eru hluti af ferðamannatölunni.

Pólverjar voru til að mynda fimmta fjölmennasta þjóðin í hópi þeirra sem innrita sig í flug hér á landi með erlent vegabréf í fyrr eins og sjá má hér fyrir neðan.

Á sama hátt eru allir Íslendingar, líka þeir brottfluttu, taldir sem heimamenn. Það er sem sagt vegabréfið sem ræður hvernig er talið í Leifsstöð en ekki hvar fólk býr. Það skýrir til að mynda 21 þúsund Kínverja hingað til lands í fyrra þrátt fyrir mjög strangar sóttvarnaraðgerðir á landamærum Kína allt síðasta ár. Kínversku ferðamennirnir hafa því líklega langflestir verið búsettir utan heimalandsins.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.