Hreinna þotuflug framtíðarinnar

Vaxandi þrýstingur er á að aukna notkun sjálfbærs þotueldsneytis til að minnka kolefnisspor farþegaflugs í heiminum sem margfaldast hefur á síðustu áratugum. Stöðugt er unnið að nýjum tæknilausnum til að gera nýtingu lífefnaeldsneytis hagkvæmari. Nýr þotuhreyfill knúinn vetni er líka við sjóndeildarhringinn.

Þotuhreyfill
MYND: Unsplash / Luka Slapnicar

Undir lok nóvember á nýliðnu ári var gerð tilraun sem boðar mikilvæga breytingu í farþegaflugi í heiminum. Rolls-Royce-þotuhreyfill knúinn hreinu vetni var ræstur í fyrsta skipti. Þessi tækni á enn langt í land, hún er á þróunarstigi og ótal prófanir á eftir að gera áður en kemur að framleiðslustigi og við förum að sjá farþegaþotur knúnar orkugjöfum sem menga ekki andrúmsloftið í áætlunarflugi á lengri leiðum. Rætt er um að slíkar farþegaþotur sjái fyrst dagsins ljós um miðjan næsta áratug. Þangað til eru vonir bundnar við meiri útbreiðslu og notkun sjálfbærs flugvélaeldsneytis, SAF (Sustainable Aviation Fuel). 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.