Samfélagsmiðlar

Hreinna þotuflug framtíðarinnar

Vaxandi þrýstingur er á að aukna notkun sjálfbærs þotueldsneytis til að minnka kolefnisspor farþegaflugs í heiminum sem margfaldast hefur á síðustu áratugum. Stöðugt er unnið að nýjum tæknilausnum til að gera nýtingu lífefnaeldsneytis hagkvæmari. Nýr þotuhreyfill knúinn vetni er líka við sjóndeildarhringinn.

Þotuhreyfill

Undir lok nóvember á nýliðnu ári var gerð tilraun sem boðar mikilvæga breytingu í farþegaflugi í heiminum. Rolls-Royce-þotuhreyfill knúinn hreinu vetni var ræstur í fyrsta skipti. Þessi tækni á enn langt í land, hún er á þróunarstigi og ótal prófanir á eftir að gera áður en kemur að framleiðslustigi og við förum að sjá farþegaþotur knúnar orkugjöfum sem menga ekki andrúmsloftið í áætlunarflugi á lengri leiðum. Rætt er um að slíkar farþegaþotur sjái fyrst dagsins ljós um miðjan næsta áratug. Þangað til eru vonir bundnar við meiri útbreiðslu og notkun sjálfbærs flugvélaeldsneytis, SAF (Sustainable Aviation Fuel). 

Airbus A380-vél Emirates – MYND: Unsplash/Kevin Hackert

Það er til mikils að vinna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum að farþegaflugið verði vistvænna, skili eftir sig minna kolefnisspor. Nú skrifast um 2,4 prósent þeirrar losunar, sem rakin er til brennslu jarðefnaeldsneytis, á flugið í heiminum. Við bætast svo umhverfisáhrifin af menguðum brennslureyk þotanna. Samanlögð loftslagsáhrif af heimsflugi síðustu áratugina eru umtalsverð, hafa vaxið hratt og halda áfram nema að ný tækni komi til og verði útbreidd.

Árlegur fjöldi flugfarþega hefur farið úr um 100 milljónum árið 1960 í yfir fjóra milljarða árið 2019. IATA spáir því að á næsta ári verði árlegur heildarfjöldi farþega kominn fram úr því sem hann var fyrir heimsfaraldur. Ef spár ganga eftir um að flugferðum fjölgi áfram og verði orðnar um 10 milljarðar árið 2050 er eins gott að árangur hafi náðst í að stöðva mengandi losun frá flugvélunum.

Því hefur flugheimurinn raunar lofað. 

Haustið 2021 steig flugheimurinn á stokk og hét því að ná markmiðinu um kolefnishlutleysi árið 2050. Undir forystu Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, skrifuðu fulltrúar 184 ríkja undir samkomulag sama efnis. Þá hafði stefnan verið ákveðin og henni sett tímamörk en eftir var að gera áætlun um vegferðina. 

Eins og áður sagði, þá eru vetnisknúnir þotuhreyflar enn á tilraunastigi og verður því í mörg ár enn að styðjast við eldsneyti sem framleitt er með sjálfbærum hætti og minnka þannig umtalsvert kolefnissporið. Þá er um að ræða SAF, lífrænt eldsneyti búið til úr jurtaolíu eða etanóli unnið úr sykri eða korni. 

Airbus A380 – MYND: Unsplash/G-R Mottez

SAF-eldsneytið hefur þann meginkost að ekki þarf að gera stórfelldar breytingar á þotuhreyflum eða innviðum flugvalla vegna geymslu og áfyllingar – en núgildandi reglur takmarka notkun þess við helming á mótu hefðbundnu þotueldneyti unnið úr steinolíu. Airbus gerði hinsvegar á síðasta ári árangursríka tilraun við að knýja hreyfla A380, stærstu farþegavélar heims, einungis á SAF og skömmu síðar var farið tilraunaflug innanlands í Svíþjóð á vél með báða hreyfla knúna SAF. Enn er SAF þó aðeins örlítið brot af heildarmagni eldsneytis sem flugvélar heimsins ganga fyrir. Þessi litlu skref eru þó byrjunin á langri vegferð og nú hafa Airbus og fleiri fyrirtæki sett sér markmið um að 10 prósent af því eldsneyti sem flugvélar nota árið 2030 verði SAF. 

Margar hindranir eru sannarlega á þessar leið framundan. SAF er of dýrt og ekki fyrirséð hvernig takast á að afla þess í nægilega mikilum mæli til að lækka verðið. Huga verður líka að umhverfisáhrifum af framleiðslu SAF, landnotkun og áhrifum á fæðuframleiðslu. Augljóst er að þróa verður áfram þessa nýju möguleika með hvötum og stuðningi ríkja heimsins. Þá hljóta að verða skoðaðir möguleikar á niðurgreiðslum og verðjöfnun, gjald verði lagt á jarðefnaeldsneytið og stuðlað að því að SAF verði valið frekar. 

Flugvél á áramótum – MYND: Unsplash/Abhishek Singh
Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …