Samfélagsmiðlar

Isavia lét almannavarnir vita af ákvörðun Icelandair að halda áfram að fljúga farþegum til landsins

Hundruðir farþega Icelandair sátu fastir í flugvélum félagsins stóran hluta gærdagsins. Fyrir mánuði síðan neyddist mikill fjöldi farþega félagsins til að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar. Þá felldi Play niður sínar ferðir.

Mikið snjókoma olli ófærð á Reykjanesbraut 19. og 20. desember.

Innviðaráðherra skipaði í lok síðasta árs starfshóp sem greina átti atburðarásina þegar Reykjanesbrautin lokaðist dagana 19. og 20. desember sl. Skýrsla starfshópsins kom út í morgun og þar segir að starfshópurinn telji að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun Reykjanesbrautarinnar.

Starfshópurinn kemst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að þótt Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs á tímabilinu hefði mátt betur átt standa að snjómokstri á Reykjanesbraut.

„Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu,“ segir í skýrslunni.

Play aflýsti en Icelandair ekki

Vegna ófærðar á Reykjanesbrautinni var fjöldi fólks fastur í Leifsstöð í nærri tvo sólarhringa og var vistin mörgum erfið vegna skorts á mat og eins var kalt í flugstöðinni. Flestir þessara farþega höfðu komið til landsins í flugi frá Norður-Ameríku með Icelandair árla dags mánudaginn 19. desember. Play felldi hins vegar niður allar ferðir sínar frá Bandaríkjunum þennan morgun.

Samtals komu tíu þotur á vegum Icelandair inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli, sú fyrsta klukkan hálf sjö og sú síðasta rúmlega tíu.

Rúmlega klukkustund síðar aflýsti Icelandair hins vegar öllu flugi sem eftir lifði dags og um svipað leyti hafði fulltrúi flugfélagsins samband við Rauða krossinn vegna 500 farþega sem áttu bókað tengiflug til Evrópu. Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum tók að sér að kanna stöðu mála að því segir í skýrslu starfshópsins.

Isavia tilkynnir almannavörnum ákvörðun Icelandair

Stór hluti farþeganna þurfti þó að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar á vegum úti en áfram hélt Icelandair að fljúga þotum til landsins. Um klukkan 23 þann 19. desember barst almannavörum til að mynda tilkynning frá Isavia þar sem fram kemur að Icelandair „ráðgeri að fljúga þremur flugvélum með hundruðum farþega inn til Keflavíkurflugvallar næsta morgun þar sem fyrir eru um 250 manns við krefjandi aðstæður.“

Morguninn eftir lentu fjórar þotur á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli og þar með fjölgað farþegum í Leifsstöð. Það var svo ekki fyrr en 6 klukkutímum eftir lendingu sem Reykjanesbraut var opnuð og fólk komst með einfaldari hætti til og frá Leifsstöð.

Play taldi réttast að aflýsa

Sem fyrr segir felldi Play niður flug sitt til Íslands frá Bandaríkjunum mánudagsmorguninn 19. desember. Spurð út í ólíkar ákvarðanir stjórnendaa flugfélganna tveggja þá segir Nadine Guðrun Yaghi, samskiptastjóri Play, að þar á bæ hafi allir laggst á eitt við að reyna finna farsælustu lausnina í erfiðum aðstæðum.

„Staðan var metin þannig að það yrði að aflýsa fluginu vegna veðursins sem spáð var á þeim tímapunkti. Varðandi aðra flugrekendur þá tekur auðvitað bara hver sína ákvörðun.“

Skiptir máli að halda áætlun

Forsvarsfólk Icelandair telur ákvörðun sína um að fljúga til landsins hafa verið rétta að því segir í svari til Túrista.

„Flugskilyrði á Keflavíkurflugvelli voru allan þann tíma á meðan á röskununum stóð þannig að hægt var að lenda og taka á loft. Við ákváðum strax að leggja höfuðáherslu á að koma farþegum á áfangastað fyrir hátíðirnar og tókst það í langflestum tilfellum. Áætlun Icelandair er mjög umfangsmikil og því skipti máli að halda henni eins og unnt var. Við héldum því þessari áætlun til Norður-Ameríku og einnig nokkurra flugvéla til baka til Íslands svo flugvélarnar væru tilbúnar í næstu verkefni. Á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin lá ekki fyrir að ekki tækist að opna Reykjanesbrautina.

Icelandair lagði í miklar aðgerðir til þess að greiða úr því ástandi sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar. Til dæmis var farþegum á leið yfir hafið fundin leið með öðrum flugfélögum svo hægt væri að létta á leiðakerfinu, farþegum var boðið að breyta ferðadagsetningu, sett var upp loftbrú á milli Reykjavíkur og Keflavíkur með farþega, áhafnir og vistir til þeirra sem voru fastir á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem leigðar voru tvær breiðþotur og sett upp aukaflug til þess að farþegar kæmust leiðar sinnar,“ segir í svari Icelandair.

Þess ber að geta að Túristi fékk svör Icelandair og Play í síðustu viku áður en skýrsla starfshóps innviðaráðherra kom, líkt og fyrr segir, út í dag.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …