Samfélagsmiðlar

Isavia lét almannavarnir vita af ákvörðun Icelandair að halda áfram að fljúga farþegum til landsins

Hundruðir farþega Icelandair sátu fastir í flugvélum félagsins stóran hluta gærdagsins. Fyrir mánuði síðan neyddist mikill fjöldi farþega félagsins til að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar. Þá felldi Play niður sínar ferðir.

Mikið snjókoma olli ófærð á Reykjanesbraut 19. og 20. desember.

Innviðaráðherra skipaði í lok síðasta árs starfshóp sem greina átti atburðarásina þegar Reykjanesbrautin lokaðist dagana 19. og 20. desember sl. Skýrsla starfshópsins kom út í morgun og þar segir að starfshópurinn telji að ekki hefði verið hægt að koma algerlega í veg fyrir lokun Reykjanesbrautarinnar.

Starfshópurinn kemst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að þótt Vegagerðin hafi fullnýtt mannskap og tæki til snjómoksturs á tímabilinu hefði mátt betur átt standa að snjómokstri á Reykjanesbraut.

„Með fleiri tiltækum snjómoksturstækjum og snarpara viðbragði við að fjarlægja bíla sem sátu fastir í snjó hefði mátt stytta þann tíma sem brautin var lokuð. Þá hefði jafnframt mátt stytta lokunartímann ef til staðar hefðu verið tæki sem henta betur í að ryðja vegamót á brautinni en þau tæki sem Vegagerðin hafði yfir að ráða í slíka vinnu,“ segir í skýrslunni.

Play aflýsti en Icelandair ekki

Vegna ófærðar á Reykjanesbrautinni var fjöldi fólks fastur í Leifsstöð í nærri tvo sólarhringa og var vistin mörgum erfið vegna skorts á mat og eins var kalt í flugstöðinni. Flestir þessara farþega höfðu komið til landsins í flugi frá Norður-Ameríku með Icelandair árla dags mánudaginn 19. desember. Play felldi hins vegar niður allar ferðir sínar frá Bandaríkjunum þennan morgun.

Samtals komu tíu þotur á vegum Icelandair inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli, sú fyrsta klukkan hálf sjö og sú síðasta rúmlega tíu.

Rúmlega klukkustund síðar aflýsti Icelandair hins vegar öllu flugi sem eftir lifði dags og um svipað leyti hafði fulltrúi flugfélagsins samband við Rauða krossinn vegna 500 farþega sem áttu bókað tengiflug til Evrópu. Aðgerðastjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum tók að sér að kanna stöðu mála að því segir í skýrslu starfshópsins.

Isavia tilkynnir almannavörnum ákvörðun Icelandair

Stór hluti farþeganna þurfti þó að halda kyrru fyrir í Leifsstöð vegna ófærðar á vegum úti en áfram hélt Icelandair að fljúga þotum til landsins. Um klukkan 23 þann 19. desember barst almannavörum til að mynda tilkynning frá Isavia þar sem fram kemur að Icelandair „ráðgeri að fljúga þremur flugvélum með hundruðum farþega inn til Keflavíkurflugvallar næsta morgun þar sem fyrir eru um 250 manns við krefjandi aðstæður.“

Morguninn eftir lentu fjórar þotur á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli og þar með fjölgað farþegum í Leifsstöð. Það var svo ekki fyrr en 6 klukkutímum eftir lendingu sem Reykjanesbraut var opnuð og fólk komst með einfaldari hætti til og frá Leifsstöð.

Play taldi réttast að aflýsa

Sem fyrr segir felldi Play niður flug sitt til Íslands frá Bandaríkjunum mánudagsmorguninn 19. desember. Spurð út í ólíkar ákvarðanir stjórnendaa flugfélganna tveggja þá segir Nadine Guðrun Yaghi, samskiptastjóri Play, að þar á bæ hafi allir laggst á eitt við að reyna finna farsælustu lausnina í erfiðum aðstæðum.

„Staðan var metin þannig að það yrði að aflýsa fluginu vegna veðursins sem spáð var á þeim tímapunkti. Varðandi aðra flugrekendur þá tekur auðvitað bara hver sína ákvörðun.“

Skiptir máli að halda áætlun

Forsvarsfólk Icelandair telur ákvörðun sína um að fljúga til landsins hafa verið rétta að því segir í svari til Túrista.

„Flugskilyrði á Keflavíkurflugvelli voru allan þann tíma á meðan á röskununum stóð þannig að hægt var að lenda og taka á loft. Við ákváðum strax að leggja höfuðáherslu á að koma farþegum á áfangastað fyrir hátíðirnar og tókst það í langflestum tilfellum. Áætlun Icelandair er mjög umfangsmikil og því skipti máli að halda henni eins og unnt var. Við héldum því þessari áætlun til Norður-Ameríku og einnig nokkurra flugvéla til baka til Íslands svo flugvélarnar væru tilbúnar í næstu verkefni. Á þeim tíma sem ákvörðunin var tekin lá ekki fyrir að ekki tækist að opna Reykjanesbrautina.

Icelandair lagði í miklar aðgerðir til þess að greiða úr því ástandi sem skapaðist vegna lokunar Reykjanesbrautarinnar. Til dæmis var farþegum á leið yfir hafið fundin leið með öðrum flugfélögum svo hægt væri að létta á leiðakerfinu, farþegum var boðið að breyta ferðadagsetningu, sett var upp loftbrú á milli Reykjavíkur og Keflavíkur með farþega, áhafnir og vistir til þeirra sem voru fastir á Keflavíkurflugvelli, auk þess sem leigðar voru tvær breiðþotur og sett upp aukaflug til þess að farþegar kæmust leiðar sinnar,“ segir í svari Icelandair.

Þess ber að geta að Túristi fékk svör Icelandair og Play í síðustu viku áður en skýrsla starfshóps innviðaráðherra kom, líkt og fyrr segir, út í dag.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …