Gengi hlutabréfa í þeim norrænu flugfélögum sem skráð eru markað hækkaði í vikunni ef SAS er frátalið. Bréfin í þessu stærsta flugfélagi Norðurlanda lækkuðu um tvö prósent en líkt og áður hefur komið fram þá verður núverandi hlutafé í félaginu nærri einskis virði þegar efnt verður til hlutafjárútboðs síðar á árinu.