Jólahrunið í fluginu vestanhafs og hörð viðbrögð stjórnvalda

Uppnámið sem varð vegna frammistöðu Southwest-flugfélagsins kringum hátíðarnar hefur dregið athygli ráðamanna vestanhafs að réttindum farþega og aukið vilja til að beita háum sektum. Stjórnvöld eru líka gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit og flugfélögin fyrir að setja hagsmuni hluthafa ofar velferð farþega.

Think (NBC)
Vefsíða Think (NBC)

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það stefni að því að beita þau flugfélög hærri sektum sem brotið hafa gegn réttindum farþega og draga þannig úr líkum á því að ástandið sem skapaðist fyrir hátíðarnar endurtaki sig.

Southwest-flugfélagið aflýsti um 16 þúsund flugferðum frá 22. til 29. desember og meira en milljón farþega urðu strandaglópar og farangur hrúgaðist upp á flugvöllum. Samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar, Pete Buttigieg, lýsti því yfir að brugðist yrði hart við brotum félagsins á réttindum farþega sem sátu eftir með sárt ennið á flugvöllum hér og þar við misgóðar aðstæður um jólin. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.