Samfélagsmiðlar

Jólahrunið í fluginu vestanhafs og hörð viðbrögð stjórnvalda

Uppnámið sem varð vegna frammistöðu Southwest-flugfélagsins kringum hátíðarnar hefur dregið athygli ráðamanna vestanhafs að réttindum farþega og aukið vilja til að beita háum sektum. Stjórnvöld eru líka gagnrýnd fyrir lélegt eftirlit og flugfélögin fyrir að setja hagsmuni hluthafa ofar velferð farþega.

Think (NBC)

Vefsíða Think (NBC)

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að það stefni að því að beita þau flugfélög hærri sektum sem brotið hafa gegn réttindum farþega og draga þannig úr líkum á því að ástandið sem skapaðist fyrir hátíðarnar endurtaki sig.

Southwest-flugfélagið aflýsti um 16 þúsund flugferðum frá 22. til 29. desember og meira en milljón farþega urðu strandaglópar og farangur hrúgaðist upp á flugvöllum. Samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar, Pete Buttigieg, lýsti því yfir að brugðist yrði hart við brotum félagsins á réttindum farþega sem sátu eftir með sárt ennið á flugvöllum hér og þar við misgóðar aðstæður um jólin. 

Það virðist mikil alvara í fyrirætlunum samgönguráðuneytisins, sem segir á heimasíðu sinni að ætlunin væri að flugfélög, ferðaskrifstofur og aðrir bera ábyrgð, yrðu beittir sektum ef í ljós kæmi að viðkomandi hefðu brotið gegn neytendarétti og séð yrði til þess að fyrirtæki gætu ekki litið á þessar háu sektir einfaldlega sem eðlilegan hluta af því að eiga viðskipti. Með þessu er verið að segja að mjög hart verði tekið á því ef flugfélög axla ekki ábyrgð sína gagnvart farþegum. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins fullyrti í vikunni að samgönguráðuneytið myndi beita Southwest sektum ef flugfélagið viki sér undan því að greiða þann kostnað sem aflýsingar og tafir hafa valdið. 

Fréttasíða WSJ
Vefsíða WSJ 28. desember 2022

Eftir á að koma í ljós hvort Southwest og önnur flugfélög eigi eftir að greiða himinháar sektir. Hingað til hafa þau oftast komist upp með að greiða aðeins hluta af þeim kröfum sem settar hafa verið fram á hendur þeim. Hefur samgönguráðuneyti alríkisstjórnarinar lagt til að reglur um neytendavernd verði hertar til muna. Buttigieg hafði frumkvæði að viðræðum við flugfélögin á síðasta ári um aukin réttindi farþega. Samþykktu flest þeirra að farþegar ættu rétt á mat og gistingu ef ferðir féllu niður. Bandarikin eru sannarlega komin skemur en Evrópuríkin í neytendarétti.

Réttur farþega gagnvart flugfélögum virðist nú kominn ofar á forgangslista stjórnmála í Bandaríkjunum eftir ósköpin sem gengu á kringum jólin á nýliðnu ári. Fullyrt hefur verið að jólahrunið hjá Southwest sé mesta hneyksli í þjónustusögu bandarískra flugfélaga. Þetta ástand sem skapaðist í innanlandsfluginu vestra kom þó ekki öllum á óvart.

William J. McGee, flugmálablaðamaður og þekktur talsmaður neytenda, sem beitt hefur sér sérstaklega gagnvart því að flugfélög axli meiri ábyrgð og sinni viðskiptavinum sínum betur, segir að þjónustuhrun Southwest hafi verið algjörlega fyrirsjáanlegt vegna áralangrar vanrækslu og lélegs eftirlits af hálfu samgönguráðuneytisins. Á umræðuvefnum Think, sem er á vegum NBC-fréttastöðvarinnar, segir McFee að flugfélögum sé ofar í huga að sjá til þess að hluthafar fái greiddan arð af bréfum sínum og stjórnendur launauppbætur heldur en að bæta innviði og kosta nauðsynlega endurnýjun á úreltum tæknibúnaði og vaktakerfum, sem starfsfólk Southwest hafi áður varað við að þyrfti að lagfæra. Jólahrunið snúist ekki um vont veður eða einungis um frammistöðu Southwest heldur um vangetu flugfélaga til að mæta álaginu: skorti á starfsfólki, flutningsgetu, þekkingu og tækni.

Kjarninn í máli William J. McGee er að það gangi auðvitað ekki að flugfarþegar hafi minni réttindi en neytendur gagnvart flestum öðrum þjónustugeirum. 

Mynd: Southwest
Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …