Samfélagsmiðlar

Jótar pæla í Play

Áform Play um flug til Álaborgar, Árósa og Billund á Jótlandi í sumar fá blendin viðbrögð ferðamiðlara þar. Þó fjölgun flugtenginga sé fagnað er kvartað undan því að áætlunin komi seint fram og hófleg bjartsýni er um að hún gangi eftir.

Eins og Túristi hefur sagt frá boðar Play áætlunarflug næsta sumar til þriggja áfangastaða á Jótlandi: Álaborgar, Árósa og Billund. Danski ferðavefurinn Standby.dk leitar viðbragða jóskra ferðamiðlara við tíðindunum og hvort þeir sjái fram á að geta nýtt sér væntanlegar flugtengingar um Keflavíkurflugvöll. 

Fyrstur til svara er Ole Sørensen, eigandi og framkvæmdastjóri Rejsecenter Djursland. Hann segir að þessar nýju tengingar geti örugglega nýst Jótum þó aðeins sé að ræða flug um háönnina og eingöngu tvisvar í viku til hvers staðar á Jótlandi. Það sé nú lítið mál að komast hvaðan sem er af Jótlandi til flugvallanna í Álaborg, Árósum eða Billund. Ferðaskrifstofa hans geti selt tryggum og góðum viðskiptavinum sínum miða með Play í þessar tvær fyrirhuguðu áætlunarferðir frá Árósum í viku. Rejsecenter Djursland sérhæfir sig einmitt í sérþjónustu og klæðskerasniðnum ferðum, sérstaklega fyrir fólk í viðskiptalífinu. 

Frá Árósum

Þrátt fyrir nokkuð jákvæð vibrögð við boðuðu flugi Play til Jótlands gætir kunnuglegra fyrirvara gömlu herraþjóðarinnar í garð mörlandans hjá hinum jóska Ole Sørensen, sem státar af 20 ára reynslu í bransanum: 

„Við höfum nú áður séð uppblásin áform. Svo þegar flugfélagið sér bókunarstöðuna með vorinu þá fer loftið úr blöðrunni.”  

Standby leitaði líka til Miriam Bisgaard Christiansen, framkvæmdastjóra norður-jósku ferðaskrifstofunnar Nilles Rejser, sem eru hluti af Aller Leisure-samstæðunni. Hún segir að vel geti verið að notast megi við áætlunarferðir Play en ferðaskrifstofan hafi þegar bókað ferðahópa með Icelandair frá Billund-flugvelli. 

„Ég hefði nú gjarnan viljað vita af þessu þegar við fyrir fjórum eða fimm mánuðum vorum að gera okkar áætlanir um árið 2023. Þá hefðum við kannski lagt meiri áherslu á að fljúga til Íslands frá Álaborg.”

Á Billund-flugvelli

Haft er eftir Miriam Bisgaard Christiansen að mikil spurn sé eftir Íslandsferðum en erfitt að fá gistingu um háönnina. Hún beinir spjótum sínum að Play varðandi gistimöguleika og spáir vandræðum næsta sumar: 

„Play hefur vonandi kannað fyrirfram gistimöguleikana á Íslandi um háönnina, því að ég held að það geti orðið erfitt fyrir fólk á eigin vegum að finna pláss.”

Rune Thomassen, forstjóri Best Travel í Frederikshavn, er líka frekar önugur út af því að hafa ekki fengið að vita fyrr af áformum Play:  

„Til lengri tíma litið getum við eflaust nýtt okkur þessar nýju áætlunarferðir Play. Ísland er ekki mikilvægur áfangastaður fyrir okkur. Play vill hinsvegar selja tengiflug annað, t.d. til Bandaríkjanna, en tilkynning um þetta flug kemur of seint til að við getum nýtt okkur það á þessu ári. Ef þau hjá Play hefðu sagt frá þessu í haust hefðum við vafalaust stokkið á þetta.” 

Forstjóri Best Travel telur að það gildi einu fyrir viðskiptavini hvort þeir fljúgi frá Álaborg um Keflavík til New York eða fari frá Álaborg um Amsterdam til New York með KLM-flugfélaginu. Boðað beint flug SAS frá Álaborg til New York í apríl sé hinsvegar mikilvægt og eftirsóttur ferðakostur.   

Síðasti viðmælandi Standby.dk vinnur hjá fyrirtæki í eigu Íslendinga og er einfaldlega himinglaður með áform Play, setur ekki fyrir sig stuttan fyrirvara. Niels Amstrup, er framkæmdastjóri Jysk Rejsebureau, sem er hluti af Horizons-samsteypunni, ásamt DIS Rejser og Killroy, og er í eigu Þóris Kjartanssonar og Arnars Þórissonar:

„Við fögnum því mjög að Play hefji flug til Jótlands. Ísland er meðalstór áfangastaður okkar hjá Jysk Rejsebureau en Bandaríkin sá stærsti. Við vonumst eftir góðu samstarfi við Play.”

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …