Samfélagsmiðlar

Með virðingu fyrir arfinum og umhverfinu

Hjónin Þóra Sigurðardóttir, myndlistarkona, og Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, eignuðust eyðibýlið Nýp á Skarðsströnd árið 2001 en hafa gert umbætur sem vakið hafa athygli í heimi arkitektúrs. Á Nýp er rekið gistihús á sumrin sem laðar ekki síst að áhugafólk um hönnun og listir.

Gistihúsið á Nýp

Fyrst var þetta gamla fjárbýli sem komið var í eyði afdrep Þóru og Sumarliða í sveitinni, aðsetur til að skrifa og skapa myndlist, en svo  kviknaði hugmyndin um að reka þarna gistihús. Hafist var handa við endurreisn staðarins. Árið 2020 fengu arkítektar Studio Bua verðlaun The Royal Institute of British Architects, RIBA,  fyrir hönnunina að Nýp og birt var umfjöllun um hana í tímariti þess.

Þóra á Mannamótum – MYND: ÓJ

Túristi rakst á Þóru á Mannamótum markaðsstofa landshlutanna, þar sem hún var að kynna gistihúsið á Nýp. 

„Þetta hefur verið töluvert ferli. Húsið hefur eiginlega stjórnað ferðinni. Það segist vilja að við gerum eitthvað – og þá gerum við það. Og þá verður húsið ótrúlega þakklátt. Það er nefnilega lifandi þetta hús.”

Umfjöllun Guju Daggar Hauksdóttur í tímariti RIBA

Umbreytingin er ótrúleg á Nýp en samt er þess gætt að bera virðingu fyrir sögunni, arfinum – umhverfinu öllu.

„Þetta er gamalt fjárbýli. Undir sama þaki er hlaða og íbúð. Sambyggt er svo gripahús. Húsið er byggt 1936 og hugmyndina að baki þessu steinhúsi má rekja til gamla torfbæjarins þar sem allt er í klasa, innangengt milli allra rýma: íbúðar, gripahúss og hlöðu. Við höldum í þetta en bættum þó við nýrri vinnustofu á gömlum fjárhúsgrunni frá því um 1950.”

MYND: NÝP

Þarna rekið þið gistihús og hafið skapað aðstöðu fyrir ykkar gesti.

„Við erum með sex tveggja manna herbergi, lítið eldhús fyrir gestina, en bjóðum líka upp á morgunmat – og stundum eitthvað meira. Við opnum í maí og hægt er að bóka herbergi hjá okkur fram í september. En við erum sveigjanleg á dagsetningum, ef út í það er farið.”

MYND: NÝP

Sérðu fyrir þér að þetta ævintýri haldi áfram, gistihúsið stækki jafnvel – eða er þetta nákvæmlega eins og þið viljið hafa hlutina?

„Ég veit það ekki. Þetta heldur bara einhvern veginn áfram að þróast. Við vitum ekki hvað verður.”

Þessi nálgun ykkar, hönnun og allur frágangur á Nýp hefur vakið athygli víða. Hefur það haft áhrif á það hvers konar gestir koma?

„Já, ekki spurning. Efni frá okkur, myndir og annað, höfðar til fólks sem hefur áhuga á hönnun, arkitektúr og myndlist. Við leggjum áherslu á það í allri kynningu að það er einmitt þetta sem málið snýst um: Rýmið sem við höfum skapað – fyrir myndlist og skapandi samræðu. Gestir koma inn í þetta rými og njóta góðs af því að þetta er listrými – ekki bara gestarými.”

NÝP á Skarðsströnd – MYND: NÝP

Stefnið þið þá á að skapa aðstöðu fyrir arkitekta og og aðra listamenn til að vinna á staðnum?

„Það kemur alveg til greina. Við erum að útbúa vinnustofu sem ég mun nota sjálf – allavega til að byrja með. Það er auðvitað stórkostlegt að fá vinnuaðstöðu þarna því umhverfið er svo áhrifaríkt. Náttúran er alveg sérstök. Ljósið er magnað. Það er svo mikið endurkast af Breiðafirðinum. Hann er svo breiður þessi spegill.”

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …