Samfélagsmiðlar

Með virðingu fyrir arfinum og umhverfinu

Hjónin Þóra Sigurðardóttir, myndlistarkona, og Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, eignuðust eyðibýlið Nýp á Skarðsströnd árið 2001 en hafa gert umbætur sem vakið hafa athygli í heimi arkitektúrs. Á Nýp er rekið gistihús á sumrin sem laðar ekki síst að áhugafólk um hönnun og listir.

Gistihúsið á Nýp

Fyrst var þetta gamla fjárbýli sem komið var í eyði afdrep Þóru og Sumarliða í sveitinni, aðsetur til að skrifa og skapa myndlist, en svo  kviknaði hugmyndin um að reka þarna gistihús. Hafist var handa við endurreisn staðarins. Árið 2020 fengu arkítektar Studio Bua verðlaun The Royal Institute of British Architects, RIBA,  fyrir hönnunina að Nýp og birt var umfjöllun um hana í tímariti þess.

Þóra á Mannamótum – MYND: ÓJ

Túristi rakst á Þóru á Mannamótum markaðsstofa landshlutanna, þar sem hún var að kynna gistihúsið á Nýp. 

„Þetta hefur verið töluvert ferli. Húsið hefur eiginlega stjórnað ferðinni. Það segist vilja að við gerum eitthvað – og þá gerum við það. Og þá verður húsið ótrúlega þakklátt. Það er nefnilega lifandi þetta hús.”

Umfjöllun Guju Daggar Hauksdóttur í tímariti RIBA

Umbreytingin er ótrúleg á Nýp en samt er þess gætt að bera virðingu fyrir sögunni, arfinum – umhverfinu öllu.

„Þetta er gamalt fjárbýli. Undir sama þaki er hlaða og íbúð. Sambyggt er svo gripahús. Húsið er byggt 1936 og hugmyndina að baki þessu steinhúsi má rekja til gamla torfbæjarins þar sem allt er í klasa, innangengt milli allra rýma: íbúðar, gripahúss og hlöðu. Við höldum í þetta en bættum þó við nýrri vinnustofu á gömlum fjárhúsgrunni frá því um 1950.”

MYND: NÝP

Þarna rekið þið gistihús og hafið skapað aðstöðu fyrir ykkar gesti.

„Við erum með sex tveggja manna herbergi, lítið eldhús fyrir gestina, en bjóðum líka upp á morgunmat – og stundum eitthvað meira. Við opnum í maí og hægt er að bóka herbergi hjá okkur fram í september. En við erum sveigjanleg á dagsetningum, ef út í það er farið.”

MYND: NÝP

Sérðu fyrir þér að þetta ævintýri haldi áfram, gistihúsið stækki jafnvel – eða er þetta nákvæmlega eins og þið viljið hafa hlutina?

„Ég veit það ekki. Þetta heldur bara einhvern veginn áfram að þróast. Við vitum ekki hvað verður.”

Þessi nálgun ykkar, hönnun og allur frágangur á Nýp hefur vakið athygli víða. Hefur það haft áhrif á það hvers konar gestir koma?

„Já, ekki spurning. Efni frá okkur, myndir og annað, höfðar til fólks sem hefur áhuga á hönnun, arkitektúr og myndlist. Við leggjum áherslu á það í allri kynningu að það er einmitt þetta sem málið snýst um: Rýmið sem við höfum skapað – fyrir myndlist og skapandi samræðu. Gestir koma inn í þetta rými og njóta góðs af því að þetta er listrými – ekki bara gestarými.”

NÝP á Skarðsströnd – MYND: NÝP

Stefnið þið þá á að skapa aðstöðu fyrir arkitekta og og aðra listamenn til að vinna á staðnum?

„Það kemur alveg til greina. Við erum að útbúa vinnustofu sem ég mun nota sjálf – allavega til að byrja með. Það er auðvitað stórkostlegt að fá vinnuaðstöðu þarna því umhverfið er svo áhrifaríkt. Náttúran er alveg sérstök. Ljósið er magnað. Það er svo mikið endurkast af Breiðafirðinum. Hann er svo breiður þessi spegill.”

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …