Samfélagsmiðlar

Metfjöldi bókana þrátt fyrir krepputal

Þótt óveðursskýin hafi hrannast upp í vetur og tal manna um efnahagskreppu hafi verið hávært sér Ryanair-flugfélagið engin merki um að það sé að hægjast á eftirspurn eftir farmiðum. Þvert á móti hrannast inn bókanir á fyrstu vikum ársins, segir Michael O´Leary, forstjóri, við Financial Times.

Ryanair

Farþegar ganga um borð í vél Ryanair í Portúgal

Já, hann er brattur, forstjóri stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, Michael O´Leary, blæs á krepputal í byrjun árs.

„Allir vísar benda í sömu átt. Fólk eyðir miklu. Hótelin eru full og það sama er að segja um veitingahúsin,“ segir O´Leary í viðtali við Financial Times. Farþegar láta hækkun fargjalda ekki stöðva sig. Mikil eftirspurn heldur verðinu uppi þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins og framfærslukostnaður hækkað um gjörvalla Evrópu.

Í síðustu viku tilkynnti Ryanair að nærri 5 milljónir flugferða hefðu verið bókaðar hjá félaginu, sem er nýtt met í sögu þess. Financial Times segir að raunar hafi ekkert stóru flugfélaganna tilkynnt um samdrátt þrátt fyrir efnahagsástandið. Forstjóri Ryanair telur að þetta skýrist af uppsafnaðri ferðaþörf eftir heimsfaraldurinn, margt fólk sitji á sparnaði og atvinnuleysi sé enn ekki umtalsvert.

Flugvélaleigan Avolon spáir því að um mitt þetta ár hafi heimsflugið náð sama styrk og fyrir heimsfaraldur. Þar muni mest um endurkomu Kínverja.

Frá flugvellinum í Düsseldorf – MYND: Unsplash/Karl Kohler

Ryanair áætlar að í marslok hafi félagið flutt 168 milljónir farþega 12 mánuðina á undan, eða frá því heimsfaraldrinum lauk. O’Leary gerir ráð fyrir að fargjöld haldi áfram að hækka á þessu ári. Hluthafar eru þó enn varfærnir vegna óvissunnar sem stríðið í Úkraínu, þróun olíuverðs og ný afbrigði kórónaveirunnar valda. Bréf í Ryanair hækkuðu í vikunni og hefur verðið ekki verið hærra frá því í maí á síðasta ári. Verðið er þó nokkuð lægra en það var snemma árs 2020.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …