Metfjöldi bókana þrátt fyrir krepputal

Þótt óveðursskýin hafi hrannast upp í vetur og tal manna um efnahagskreppu hafi verið hávært sér Ryanair-flugfélagið engin merki um að það sé að hægjast á eftirspurn eftir farmiðum. Þvert á móti hrannast inn bókanir á fyrstu vikum ársins, segir Michael O´Leary, forstjóri, við Financial Times.

Ryanair
Farþegar ganga um borð í vél Ryanair í Portúgal MYND: Unsplash/Portuguese Gravity

Já, hann er brattur, forstjóri stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, Michael O´Leary, blæs á krepputal í byrjun árs.

„Allir vísar benda í sömu átt. Fólk eyðir miklu. Hótelin eru full og það sama er að segja um veitingahúsin," segir O´Leary í viðtali við Financial Times. Farþegar láta hækkun fargjalda ekki stöðva sig. Mikil eftirspurn heldur verðinu uppi þrátt fyrir að hægt hafi á hjólum atvinnulífsins og framfærslukostnaður hækkað um gjörvalla Evrópu.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.