„Nú fer þetta að vaxa mjög hratt“

„Við þurfum virkilega að spýta í lófana og fjölga gistimöguleikum," segir Ásbjörn Björgvinsson, frumkvöðull í íslenskri ferðaþjónustu sem nú starfar fyrir ferðaskrifstofuna Discover the World. Hann var á Mannamótum í dag að kanna gistipláss fyrir breska ferðamenn.

Ásbjörn Björgvinsson
Ásbjörn Björgvinsson á Mannamótum 2023 MYND: ÓJ

Það var margt um manninn á ferðakaupstefnunni Mannamótum, sem markaðsstofur landshlutanna héldu í Kórnum í Kópavogi í dag. Meðal þeirra sem sóttu þennan viðburð, sem eiginlega má líkja við árshátíð ferðaþjónustufólks, var Ásbjörn Björgvinsson. Óhætt er að kalla hann frumkvöðul í afþreyingartengdri ferðaþjónustu. Nú var hann mættur sem fulltrúi Discover the World, ferðaskrifstofu Clive Stacey. Þeir félagarnir Clive og Ásbjörn hafa þekkst frá því að sá breski kom til Flateyrar 1972 að vinna í fiski. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.