Samfélagsmiðlar

Ný flugstefna veldur titringi

Tillaga um nýja flugstefnu í Noregi fær kuldalegar viðtökur atvinnurekenda, sem óttast að miklir umhverfisskattar og kröfur um kolefnishlutleysi sligi flugstarfsemina á erfiðum tímum.

Samgönguráðherra Noregs, Jon-Ivar Nygård, kynnti fyrir helgi tillögu að nýrri flugstefnu, sem lögð hefur verið fyrir Stórþingið. Núgildandi flugstefna er frá árinu 2008. Ráðherra segir að sjálfbærni og öryggi í flugi felist í því að taka tillit til loftslags- og umhverfismála, hagsmuna þeirra sem starfa í flugi og farþeganna sem nýta þjónustuna um allan Noreg. Það verði jafnframt að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að virkja alla hagaðila í starfsgreininni á krefjandi tímum. 

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Norska Stórþingið

Norska ríkisstjórnin stefnir að því að hraða uppbyggingu kolefnishlutlausra flugsamgangna, þar sem bæði er horft til vetnisknúinna flugvéla og rafmagnsflugvéla. Jon-Ivar Nygård segir að stuttar flugleiðir innanlands henti einmitt vel í þessari þróunarvinnu. Stefnt er að því að vistvænar flugvélar fljúgi á öllum ríkisstyrktum flugleiðum í norðan- og vestanverðum Noregi ekki seinna en 2028-2029. Þá tekur ríkisstjórnin fram í greinargerð til Stórþingsins með nýju flugstefnunni að hún vilji stuðla að lækkun flugfargjalda á öllum þeim leiðum innanlands þar sem ríkið hefur þegar skuldbundið sig um að tryggja flugsamgöngur.  

Markmið norsku ríkisstjórnafinnar er að fólk í öllum landshlutum hafi aðgang að góðum flugsamgöngum. Verður áfram unnið að uppbyggingu og þróun flugvalla. Nýr flugvöllur verður lagður í Mo i Rana og lokið við gerð flugvallarins í Bodø.

Mo I Rana – MYND: Unsplash / Karoline Vargdal

Margt þarf að ganga upp til að metnaðarfullt markmið stjórnvalda um vistvænt flug í Noregi innan fárra ára náist. Vonir eru ekki síst bundnar við níu sæta rafmagnsvél sem Rolls Royce-verksmiðjurnar og ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam eru að þróa og vonir standa til að henti á stuttum flugleiðum innanlands í Noregi. Flugfélagið Widerøe hefur sagst stefna að því að stór hluti flugflota félagsins verði rafmagnsvélar árið 2030 og er í gildi samningur við Rolls Royce um þróun vistvænnar flugvélar. En allar þessar umbreytingar verða mjög kostnaðarsamar og leggjast ofan á þau gjöld sem fyrir eru.

Innanlandsflugvél Widerøe – MYND: Unsplash / Robin Mikalsen

Óhætt er að segja að tillögum ríkisstjórnarinnar um nýja flugstefnu hafi verið kuldalega tekið af flugsviði norsku atvinnulífssamtakanna, NHO. Fullyrt er að nýja flugstefnan myndi veikja norskan flugrekstur. Stefnan feli í raun í sér að draga eigi úr flugsamgöngum. Horft sé framhjá því að flugreksturinn standi þegar höllum fæti vegna aukins rekstrarkostnaðar. Nú eigi að velta enn meiri kostnaði af aðlögun að nýjum umhverfiskröfum á flugrekendur. Aukinn tilkostnaður leiði til minni þjónustu og fækkunar starfa.

Flugsvið NHO áætlar að kostnaður vegna nýrra krafna Evrópusambandsins og norskra stjórnvalda í loftslags- og umhverfismálum hækki úr 4,4 milljörðum norskra króna 2023 í 7,1 milljarð árið 2030. Að stærstum hluta séu þetta gjöld sem lögð eru á innanlands bæði á fargjöld og vegna kolefnislosunar. Þessi gjaldtaka bætist ofan á hærri losunargjöld sem krafist verður af öllum flugrekendum í Evrópu á næstu árum. Ókeypis losunarkvóti flugfélaga verði afnuminn 2026 og kröfur gerðar um meiri notkun sjálfbærs eldsneytis (SAF). 

Það á eftir að koma í ljós hvort norsku ríkisstjórninni teksta að laða flugrekendur til samstarfs um að hrinda í framkvæmd þeirri metnaðarfullu flugstefnu sem boðuð var fyrir helgi. Þó að ríkisstjórnin sé tilbúin að auka hallarekstur á ríkisreknum flugleiðum innanlands dugar það ekki til. Rekstrargrundvöllur þarf að vera fyrir sjálfstæðan rekstur í greininni.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …