Samfélagsmiðlar

Ný flugstefna veldur titringi

Tillaga um nýja flugstefnu í Noregi fær kuldalegar viðtökur atvinnurekenda, sem óttast að miklir umhverfisskattar og kröfur um kolefnishlutleysi sligi flugstarfsemina á erfiðum tímum.

Samgönguráðherra Noregs, Jon-Ivar Nygård, kynnti fyrir helgi tillögu að nýrri flugstefnu, sem lögð hefur verið fyrir Stórþingið. Núgildandi flugstefna er frá árinu 2008. Ráðherra segir að sjálfbærni og öryggi í flugi felist í því að taka tillit til loftslags- og umhverfismála, hagsmuna þeirra sem starfa í flugi og farþeganna sem nýta þjónustuna um allan Noreg. Það verði jafnframt að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að virkja alla hagaðila í starfsgreininni á krefjandi tímum. 

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Norska Stórþingið

Norska ríkisstjórnin stefnir að því að hraða uppbyggingu kolefnishlutlausra flugsamgangna, þar sem bæði er horft til vetnisknúinna flugvéla og rafmagnsflugvéla. Jon-Ivar Nygård segir að stuttar flugleiðir innanlands henti einmitt vel í þessari þróunarvinnu. Stefnt er að því að vistvænar flugvélar fljúgi á öllum ríkisstyrktum flugleiðum í norðan- og vestanverðum Noregi ekki seinna en 2028-2029. Þá tekur ríkisstjórnin fram í greinargerð til Stórþingsins með nýju flugstefnunni að hún vilji stuðla að lækkun flugfargjalda á öllum þeim leiðum innanlands þar sem ríkið hefur þegar skuldbundið sig um að tryggja flugsamgöngur.  

Markmið norsku ríkisstjórnafinnar er að fólk í öllum landshlutum hafi aðgang að góðum flugsamgöngum. Verður áfram unnið að uppbyggingu og þróun flugvalla. Nýr flugvöllur verður lagður í Mo i Rana og lokið við gerð flugvallarins í Bodø.

Mo I Rana – MYND: Unsplash / Karoline Vargdal

Margt þarf að ganga upp til að metnaðarfullt markmið stjórnvalda um vistvænt flug í Noregi innan fárra ára náist. Vonir eru ekki síst bundnar við níu sæta rafmagnsvél sem Rolls Royce-verksmiðjurnar og ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam eru að þróa og vonir standa til að henti á stuttum flugleiðum innanlands í Noregi. Flugfélagið Widerøe hefur sagst stefna að því að stór hluti flugflota félagsins verði rafmagnsvélar árið 2030 og er í gildi samningur við Rolls Royce um þróun vistvænnar flugvélar. En allar þessar umbreytingar verða mjög kostnaðarsamar og leggjast ofan á þau gjöld sem fyrir eru.

Innanlandsflugvél Widerøe – MYND: Unsplash / Robin Mikalsen

Óhætt er að segja að tillögum ríkisstjórnarinnar um nýja flugstefnu hafi verið kuldalega tekið af flugsviði norsku atvinnulífssamtakanna, NHO. Fullyrt er að nýja flugstefnan myndi veikja norskan flugrekstur. Stefnan feli í raun í sér að draga eigi úr flugsamgöngum. Horft sé framhjá því að flugreksturinn standi þegar höllum fæti vegna aukins rekstrarkostnaðar. Nú eigi að velta enn meiri kostnaði af aðlögun að nýjum umhverfiskröfum á flugrekendur. Aukinn tilkostnaður leiði til minni þjónustu og fækkunar starfa.

Flugsvið NHO áætlar að kostnaður vegna nýrra krafna Evrópusambandsins og norskra stjórnvalda í loftslags- og umhverfismálum hækki úr 4,4 milljörðum norskra króna 2023 í 7,1 milljarð árið 2030. Að stærstum hluta séu þetta gjöld sem lögð eru á innanlands bæði á fargjöld og vegna kolefnislosunar. Þessi gjaldtaka bætist ofan á hærri losunargjöld sem krafist verður af öllum flugrekendum í Evrópu á næstu árum. Ókeypis losunarkvóti flugfélaga verði afnuminn 2026 og kröfur gerðar um meiri notkun sjálfbærs eldsneytis (SAF). 

Það á eftir að koma í ljós hvort norsku ríkisstjórninni teksta að laða flugrekendur til samstarfs um að hrinda í framkvæmd þeirri metnaðarfullu flugstefnu sem boðuð var fyrir helgi. Þó að ríkisstjórnin sé tilbúin að auka hallarekstur á ríkisreknum flugleiðum innanlands dugar það ekki til. Rekstrargrundvöllur þarf að vera fyrir sjálfstæðan rekstur í greininni.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …