Í ársbyrjun 2018 gerðu stjórnendur Icelandair ráð fyrir að framundan væri áttunda árið í röð sem flugfélagið væri réttum megin við núllið. Afkomuspáin byggði á sannfæringu stjórnenda um að meðalfargjöldin væru á uppleið og það myndi vega upp á móti hærri rekstrarkostnaði.
Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Í lok sumarvertíðar sagði forstjóri Icelandair starfi sínu lausu og vísaði þá til þess að tekjuspáin hefði ekki gengið eftir.