Samfélagsmiðlar

Nýi keppinauturinn eykur umsvifin

Farþegar á leið í flug með Norse frá Berlín.

Í ársbyrjun 2018 gerðu stjórnendur Icelandair ráð fyrir að framundan væri áttunda árið í röð sem flugfélagið væri réttum megin við núllið. Afkomuspáin byggði á sannfæringu stjórnenda um að meðalfargjöldin væru á uppleið og það myndi vega upp á móti hærri rekstrarkostnaði.

Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Í lok sumarvertíðar sagði forstjóri Icelandair starfi sínu lausu og vísaði þá til þess að tekjuspáin hefði ekki gengið eftir.

Skýringin á þessari óhagstæðu verðþróun skrifaðist að hluta til á samkeppnina við Wow Air en ekki síður Norwegian. Því þegar þarna var komið sögu hafði norska flugfélagið stækkað mjög hratt og var það orðið umsvifamesta evrópska flugfélagið á JFK flugvelli í New York.

Ameríkuflug Norwegian takmarkaðist nefnilega ekki við brottfarir frá Noregi því félagið var líka stórtækt í höfuðborgum fjölda Evrópuríkja.

Sífellt fleiri farþegar, í leit að ódýrari farmiðum, áttu nú kost á því að komast beint yfir Atlantshafið, með hinu norska lágfargjaldafélagi, í stað þess að millilenda á Keflavíkurflugvelli. En eins og gefur að skilja er millilending sjaldnast fyrsti kostur ef hægt er að fljúga beint milli áfangastaða og hvað þá fyrir sambærilegt gjald.

Útgerð Norwegian gekk hins vegar ekki upp en það skrifast ekki bara á lágu fargjöldin heldur líka óheppni með flugflotann. Endalausar bilanir í Boeing Dreamliner þotunum gerðu félaginu erfitt fyrir og ekki batnaði staðan þegar Boeing Max þoturnar voru kyrrsettar í ársbyrjun 2019.

Svo kom Covid-19 til sögunnar og Norwegian losaði sig við Dreamliner-þoturnar og hætti flugi til Bandaríkjanna.

Við stórum hluta flugflotans tók hið nýstofnaða Norse Atlantic en meðal helstu hluthafa þess félags eru þeir Bjørn Kjos og Bjørn Kiise sem stýrðu Norwegian um langt árabil.

Flugrekstur Norse byrjaði ekki vel því tómu sætin voru alltof mörg í fyrra. Engu að síður er hugur í hluthöfum félagsins því þátttaka í hlutafjárútboði nú í vetur var góð en þar voru kynnt áform um að sækja hratt fram í Ameríkuflugi frá fjölda evrópskra stórborga á þessu ári.

Síðustu vikur hafa stjórnendur Norse Atlantic hrundið planinu í framkvæmd og í vikunni var tilkynnt um opnun starfsstöðvar í Róm. Frá og með komandi sumri er því gert ráð fyrir daglegum ferðum milli New York og höfuðborgar Ítalíu. Til viðbótar við þetta heldur norska félagið einnig úti flugi vestur um haf frá Ósló, London, París og Berlín.

Í öllum þessum fimm borgum verður Icelandair að fá um borð í þotur sínar fjölda farþega sem er á leið yfir Atlantshafið og Play gerir út á sama hóp í Berlín, París og London.

Eins og staðan er núna stefnir hins vegar í að Norse veiti íslensku flugfélögunum töluvert meiri samkeppni í ár en raunin varð í fyrra. Hvort Norðmennirnir nái að draga farmiðaverðið á markaðnum niður, líkt og Norwegian tókst, kemur svo í ljós á uppgjörsfundum Icelandair og Play þegar líður á árið.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …