Finnair og Norse Atlantic voru einu norrænu flugfélögin sem fluttu fleiri farþega í desember en í nóvember. Hjá hinum fimm var þróunin á annan veg og mest fækkaði farþegunum hjá SAS milli mánaða. Engu að síður er félagið áfram það stærsta á Norðurlöndum þegar horft er til fjölda farþega.