Rauðu dagar ársins 2023

Dagarnir sem vert að hafa í huga þegar ferðalög ársins verða skipulögð.

MYND: MORITZ KNÖRINGER / UNSPLASH

Á nýliðnu ári voru níu lögbundnir frídagar á virkum degi en í ár verða þeir tíu. Núna bætist við frí þann 1. maí og jólafríið verður einu degi lengra. Aftur á móti er 17. júní á laugardegi í ár og nýtist því ekki eins vel ef svo má segja.

Páskafríið er viku fyrr á ferðinni í ár en það nýta margir til að bregða sér til útlanda og sérstaklega á slóðir þar sem farið er að vora almennilega á þessum tíma árs.

Þetta eru annars dagarnir sem geta teygt á fríinu í ár:

Skírdagur, 6.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 7.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 10.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 20.apríl – fimmtudagur
Alþjóðlegur frídagur verkafólks, 1. maí – mánudagur
Uppstigningardagur, 18. maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 29. maí – mánudagur
Frídagur verslunarmanna, 7. ágúst – mánudagur
Jóladagur, 25. desember – mánudagur
Annar í jólum, 26. desember, þriðjudagur