Rekstur bandaríska flugfélagsins United Airlines var réttum megin við núllið í fyrra en eins og gefur að skilja var tapið gríðarlegt árin tvö á undan enda olli Covid-19 félaginu miklum skaða. Hagnaðurinn árið 2022 nam 737 milljónum bandaríkjadollara em jafngildir 105 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar skilaði félagið fjórfalt meiri hagnaði árið 2019.