Samfélagsmiðlar

Þéttsetnari þotur hjá Play þriðja mánuðinn í röð

Að jafnaði voru 8 af hverjum 10 sætum skipuð farþegum í ferðum Play árið 2022.

Þegar stjórnendur Play kynntu rekstraráætlanir sínar fyrir fjárfestum í sumarbyrjun 2021 þá var lagt upp með að 865 þúsund farþegar myndu nýta sér ferðir félagsins árið 2022 og að sætanýtingin, hlutfall selda sæta, yrði að jafnaði 85 prósent yfir árið.

Nú liggur hins vegar fyrir að farþegahópurinn í fyrra taldi 789 þúsund farþega og nýtingin var 80 prósent. Aðeins í júlí og ágúst fór hlutfallið upp fyrir 85 prósent en þá var nýtingin ennþá betri hjá helsta keppinautnum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Síðustu þrjá mánuði hefur þetta hins vegar snúist við því hlutfall seldra sæta hefur að undanförnu verið hærra hjá Play en Icelandair. Í desember höfðu raskanir á flugi áhrif á stöðuna en hins vegar ekki í október og nóvember.

Sætanýting er einn af þeim mælikvörðum sem notaðir eru til að meta rekstur flugfélaga en hlutfallið er almennt hærra hjá lágfargjaldaflugfélögum. Hjá Ryanair og Wizz Air eru til að mynda oftast rúmlega níu af hverjum tíu sætum seld. Skýringin liggur þá helst í verðlagningunni því þessi félög selja sætin oftar en ekki fyrir minna en gamalgrónu flugfélögin.

Hver verðþróunin hefur verið hjá Icelandair og Play síðustu mánuði kemur betur í ljós þegar félögin tvö birta uppgjör sín í næsta mánuði. Það er hins vegar ljóst að rekstur Play í fyrra var ekki í takt við þær áætlanir sem kynntar voru í fyrra.

Þar var gert ráð fyrir rekstrarhagnaði árið 2022, á fyrsta heila starfsárinu, upp á 11 milljónir dollara eða um 1,5 milljarð króna. Það liggur hins vegar fyrir að tap varð á rekstrinum og því var efnt til hlutafjárútboðs í byrjun nóvember þar sem stærstu hluthafarnir lögðu flugfélaginu til 2,3 milljarða króna. Hátt verð á olíu setti strik í reikninginn hjá Play í fyrra líkt og hjá fleiri flugfélögum. Í lok apríl drógu þannig stjórnendur Icelandair tilbaka spá sína um hagnað af rekstrinum en þá hafði verð á olíu hækkað hratt eftir að Rússar réðust á Úkraínu.

Nýtt efni

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …