Samfélagsmiðlar

Þýska Lufthansa vill kaupa hlut í ítalska ITA

Lufthansa hefur tilkynnt um áhuga á að kaupa minnihluta í ítalska flugfélaginu ITA og bjarga þar með þessum arftaka þjóðarflugfélagsins Alitalia frá falli. Þessi hlutur er talinn kosta um 300 milljónir evra. Fjármálaráðherra Ítalíu segir tilboðið hið eina sem borist hafi og það verði nú tekið til skoðunar.

ITA

Vél ITA-flugfélagsins

Ríkisflugfélagið Alitalia var einkavætt árið 2009 en ekki tókst að koma rekstri þess í sæmilegt horf og fékk ítalska ríkið það aftur í fangið 2020. Ári síðar hætti það rekstri. Eftir árangurslausar samningaviðræður við Delta, EasyJet og fleiri voru eignir færðar yfir í nýtt félag í eigu ríkisins, Italia Trasporto Aereo, eða ITA-flugfélagið, sem hefur haldið uppi áætlunarflugi til um 60 áfangastaða.

Heimsfaraldur geisaði og reksturinn gekk brösulega. Ítalska ríkið dældi peningum í ITA en ekki hefur tekist að snúa taprekstrinum við í harðri samkeppni við félög á borð við Ryanair og Wizz. Nú virðast Þjóðverjarnir einir geta bjargað ITA.

Bætist ITA í hópinn hjá Lufthansa?

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, greindi frá því í gær að félagið hefði lýst áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ITA og bjarga því þar með frá falli. Ekki var greint frá því hversu mikið Þjóðverjarnir væru tilbúnir að greiða fyrir hlutinn en ítalskir fjölmiðlar hafa nefnt um 300 milljónir evra. Það þýðir að markaðsvirði ITA er aðeins um 750 milljónir evra. Fyrir ári gerði þýska skipafélagið MSC tilboð í ITA í ótilgreindan hlut fyrir um 1,2 milljarða evra en dró síðan tilboðið til baka eftir nokkurt þref. Einkavæðing ITA hélt áfram að vera einn helsti höfuðverkur ítalskra stjórnvalda, sem hafa á síðustu árum sett háar fjárhæðir í flugrekstur landsins, samtals um 10 milljarða evra – fyrst í gegnum Alitalia og á síðustu misserum í ITA-félagið.

Lufthansa á fyrir nokkur evrópsk dótturfélög sem sinna áætlunarflugi. Nægir þar að nefna Austrian Airlines, Swiss International Air Lines og Brussels Airlines. Nú sjá Carsten Spohr og félagar tækifæri til að styrkja tökin á ítalska markaðnum, sem þeir hafa mikla trú á, og tengja áfangastaði á Ítalíu við alþjóðlegt flugnet Lufthansa.

Eftir á að koma í ljós hvort hægristjórn Giorgia Meloni kyngir ítalska þjóðernisstoltinu og samþykkir útrétta hönd Þjóðverja – eða hvort beðið verður eftir einhverjum sem bjóði betur. Biðin gæti orðið ítölskum skattgreiðendum dýr.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …