Úrelt tækni veldur stórfelldum vandræðum í flugi

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S. Travel Association) segja mjög brýnt að endurskipuleggja og færa til nútímans alla innviði flugsins til að þeir standist kröfur um öryggi og afköst. Sérfræðingar segja bandaríska flugstjórnarkerfið styðjast við gamla og úrelta tækni.

Flugvél lendir í Portland
Flugvél lendir í Portland í Oregon MYND: Unsplash / Avel Chuklanov

Úrelt tækni er sögð oftar skýringin á því að röskun verður á áætlunarflugi heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir - eða er upplýst um.

Hrakfarir Southwest-flugfélagsins um hátíðar og bilun í viðvörunarkerfi í gær ættu að vekja flugiðnaðinn til umhugsunar, segir bandarískur ferðablaðamaður sem skrifar um tæknimál.

Bandarísku ferðaþjónustusamtökin (U.S.Travel Association) brugðust strax hart við ástandinu sem skapaðist í gær þegar tafir urðu á 3.000 flugferðum og yfir 400 var frestað. Geoff Freeman, forseti samtakanna, sendi frá sér yfirlýsingu:

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.