Samfélagsmiðlar

Veðurspá sýndi að fært var fyrir flug

Landgöngubrýr Leifsstöðvar er ekki hægt að nota ef vindhraði fer yfir 50 hnúta.

„Ákvörðun um hvort flogið er til Íslands frá Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins, þurfti að liggja fyrir klukkan níu á laugadagskvöldið. Veðurspár tengdar flugi eru yfirleitt orðnar nokkuð nákvæmar fyrir næstu 24 klukkutíma og þegar ákvörðun er tekin, um að vélarnar fljúgi til Keflavíkurflugvallar frá Bandaríkjunum, þá gerir veðurspáin ráð fyrir að allt að 32 hnúta meðalvindhraða og 45 hnútum í vindhviðum í kringum lendingu. Það er engin vafi að þessi veðurspá sýndi að fært var fyrir flug,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, spurður út í þá ákvörðun að fljúga þotum til landsins á sunnudagsmorgun.

Við komuna til landsins þurftu hátt í 900 farþegar að halda kyrru fyrir í flugvélunum í 8 til 10 klukkutíma þar sem ekki var hægt að koma landgöngum að flugvélunum. Ekki bara vegna óveðurs heldur líka hálku.

Túristi greindi frá því í gær að spár sem Veðurstofa birti á laugardagskvöld hefðu gert ráð fyrir að vindhraði færi yfir 50 hnúta á Keflavíkurflugvelli strax um klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á flugvélum Icelandair inn til lendingar. Við 50 hnúta vindhraða er ekki hægt að nota fjölda landganga við Leifsstöð en Haukur segir þetta hámark þó ekki vera mælikvarða á hvenær hægt sé að lenda farþegaþotum á Keflavíkurflugvelli.

„Umrædd veðurmörk tengjast notkun landgöngubrúa og koma frá framleiðendum þeirra en þau skilgreina ekki veðurhámörk fyrir flug til og frá Keflavík. Icelandair er með stigabíla sem gera okkur kleift að rýma vélarnar og koma fólki um borð í meiri vindi en 50 hnútum.

Það sem við vorum helst að glíma við á sunnudaginn var hærri vindstyrkur en spáð var og það hvessti fyrr. Auk þess olli mikil hálka á stæðum í kringum flugstöðina vandræðum. Isavia stóð sig vel með því að halda flug- og akstursbrautum í lagi og með góðum bremsuskilyrðum. Því miður gekk ekki jafn vel að með stæðin sjálf enda er eru eðlilega brautir og akstursleiðir í forgangi.“

Vegna ástandsins sem skapaðist á sunnudaginn hefur verið vangaveltur um afhverju Icelandair beindi þotum sínum ekki á varaflugvelli. Spurður um þetta atriði þá segir Haukur að í raun hafi veðrið og skilyrðin í Keflavík verið með þeim hætti að allt var innan öryggismarka og völlurinn því opinn fyrir lendingar.

„Því var ekki ástæða til að beina vélum á varavelli. Tilgangurinn með varavöllum er fyrst og fremst að vera til staða ef ekki er hægt að lenda á áfangastað sem átti ekki við í þessu tilviki,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. 

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …