Samfélagsmiðlar

Spá Veðurstofunnar gekk eftir

Spá Veðurstofunnar fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út á laugardagkvöld. Þar er reiknað með vindhviðum („gust") upp á meira 50 hnúta (26 metrum á sek) frá kl. 6 á sunnudagsmorgun.

Hátt í 900 manns eyddu stórum hluta gærdagsins í þotum Icelandair við Leifsstöð þar sem ekki var hægt að hleypa fólkinu út vegna óveðurs og mikillar hálku við flugstöðina. Vindhraðinn fór yfir 30 metra á sekúndu í hörðustu hviðunum. Ekki er hægt að koma landgöngum eða stigum að þotunum ef vindur nær 26 metrum á sekúndu eða 50 hnútum. Sama gildir um tækjabúnað sem notaður er til að afferma þotur, dæla á þær eldsneyti og fleira.

Svokallaðar flaggspár Veðurstofu gerðu ráð fyrir þessum slæmu skilyrðum samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá stofnuninni. Í spá sem gerð var klukkan 18, en birt 20:38, á laugardag er til að mynda reiknað með allt að 53 metrum á sekúndu í vindhviðum frá klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á fyrstu þotum Icelandair frá Norður-Ameríku.

Þetta útlit var ítrekað í flaggspá sem framleidd var um hálf þrjú aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt þessum veðurspám átti í fyrsta lagi að lægja um kvöldmatarleytið í gær og þá fyrst yrðu nægjanlega góð skilyrði fyrir landganga. Og það gekk eftir því farþegar Icelandair komust fyrst frá borði seinnipartinn í gær.

Veðurstofan gefur einnig út svokallaðar TAFOR spár sem Isavia hvetur notendur til að styðjast við. Veðurstofan gefur slíkar spár út á þriggja klukkustunda fresti fyrir alla fjóra aðal flugvelli landsins.

TAFOR spárnar koma út klukkustund fyrir gildistöku og spáin sem var gefin út kl. 23 á laugardagskvöld, með gildistíma frá miðnætti, sýndi breytingu frá fyrri spá og enn versnaði spáin sem gefin var út klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og tók gildi klukkutíma síðar. 

Þær gerðu þó báðar ráð fyrir að á milli kl. sex og átta um morguninn, þegar von var á þotum Icelandair til Keflavíkurflugvallar, yrði meðalvindur 42 hnútar og vindhviður 55 hnútar. Og athuganir á Keflavíkurflugvelli sýna að meðalvindhraði var á bilinu 38 til 42 hnútar og vindhviður 52 til 56 hnútar á þessu tveggja klukkutíma bili. En sem fyrr segir er ekki hægt að koma landgöngum að þotum á Keflavíkurflugvelli þegar vindur nær 50 hnútum.

Í svari Veðurstofunnar til Túrista er tekið fram að í öllum þessum spám var versta veðrinu spáð eftir klukkan átta sem er talsvert eftir áætlaða lendingu Icelandair þotanna.

Farþegar Icelandair urðu einnig illa úti þegar Reykjanesbraut lokaðist fyrir jól. Þá aflýsti Play flugi frá Bandaríkjunum til Íslands þann 19. desember en Icelandair hélt sínu striki eins og Túristi fjallaði um fyrr í dag. Félagið flaug líka þotum sínum til landsins daginn þrátt fyrir að þá væri væri fjöldi farþega ennþá fastur í Leifsstöð.

Viðbót 07:27: Upphafleg útgáfa fréttarinnar byggði eingöngu á sk. flaggspá Veðurstofunnar en nú hefur Túristi einnig fengið tölur úr TAFOR spá sunnudagsins. Fréttin hefur verið uppfærð miðað við ítarlegri upplýsingar.

Veðurstofan gerði aftur á móti athugasemd við notkun á heitinu ofsaveður í fyrirsögn fréttarinnar af þeirri ástæðu að íslensku heitin, um styrklega veðurs, eiga við um meðavindhraða en ekki vindhviður. Ofsaveður er þegar spáð er meðalvindhraða á bilinu 28-32 metrar á sekúndu. Slíkt var ekki í spánni fyrir sl. sunnudag en hviður á Keflavíkurflugvelli þann dag fóru þó yfir 30 m/s.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …