Samfélagsmiðlar

Spá Veðurstofunnar gekk eftir

Spá Veðurstofunnar fyrir Keflavíkurflugvöll sem gefin var út á laugardagkvöld. Þar er reiknað með vindhviðum („gust") upp á meira 50 hnúta (26 metrum á sek) frá kl. 6 á sunnudagsmorgun.

Hátt í 900 manns eyddu stórum hluta gærdagsins í þotum Icelandair við Leifsstöð þar sem ekki var hægt að hleypa fólkinu út vegna óveðurs og mikillar hálku við flugstöðina. Vindhraðinn fór yfir 30 metra á sekúndu í hörðustu hviðunum. Ekki er hægt að koma landgöngum eða stigum að þotunum ef vindur nær 26 metrum á sekúndu eða 50 hnútum. Sama gildir um tækjabúnað sem notaður er til að afferma þotur, dæla á þær eldsneyti og fleira.

Svokallaðar flaggspár Veðurstofu gerðu ráð fyrir þessum slæmu skilyrðum samkvæmt þeim gögnum sem Túristi hefur fengið frá stofnuninni. Í spá sem gerð var klukkan 18, en birt 20:38, á laugardag er til að mynda reiknað með allt að 53 metrum á sekúndu í vindhviðum frá klukkan sex á sunnudagsmorgun en þá var von á fyrstu þotum Icelandair frá Norður-Ameríku.

Þetta útlit var ítrekað í flaggspá sem framleidd var um hálf þrjú aðfararnótt sunnudags.

Samkvæmt þessum veðurspám átti í fyrsta lagi að lægja um kvöldmatarleytið í gær og þá fyrst yrðu nægjanlega góð skilyrði fyrir landganga. Og það gekk eftir því farþegar Icelandair komust fyrst frá borði seinnipartinn í gær.

Veðurstofan gefur einnig út svokallaðar TAFOR spár sem Isavia hvetur notendur til að styðjast við. Veðurstofan gefur slíkar spár út á þriggja klukkustunda fresti fyrir alla fjóra aðal flugvelli landsins.

TAFOR spárnar koma út klukkustund fyrir gildistöku og spáin sem var gefin út kl. 23 á laugardagskvöld, með gildistíma frá miðnætti, sýndi breytingu frá fyrri spá og enn versnaði spáin sem gefin var út klukkan tvö aðfararnótt sunnudags og tók gildi klukkutíma síðar. 

Þær gerðu þó báðar ráð fyrir að á milli kl. sex og átta um morguninn, þegar von var á þotum Icelandair til Keflavíkurflugvallar, yrði meðalvindur 42 hnútar og vindhviður 55 hnútar. Og athuganir á Keflavíkurflugvelli sýna að meðalvindhraði var á bilinu 38 til 42 hnútar og vindhviður 52 til 56 hnútar á þessu tveggja klukkutíma bili. En sem fyrr segir er ekki hægt að koma landgöngum að þotum á Keflavíkurflugvelli þegar vindur nær 50 hnútum.

Í svari Veðurstofunnar til Túrista er tekið fram að í öllum þessum spám var versta veðrinu spáð eftir klukkan átta sem er talsvert eftir áætlaða lendingu Icelandair þotanna.

Farþegar Icelandair urðu einnig illa úti þegar Reykjanesbraut lokaðist fyrir jól. Þá aflýsti Play flugi frá Bandaríkjunum til Íslands þann 19. desember en Icelandair hélt sínu striki eins og Túristi fjallaði um fyrr í dag. Félagið flaug líka þotum sínum til landsins daginn þrátt fyrir að þá væri væri fjöldi farþega ennþá fastur í Leifsstöð.

Viðbót 07:27: Upphafleg útgáfa fréttarinnar byggði eingöngu á sk. flaggspá Veðurstofunnar en nú hefur Túristi einnig fengið tölur úr TAFOR spá sunnudagsins. Fréttin hefur verið uppfærð miðað við ítarlegri upplýsingar.

Veðurstofan gerði aftur á móti athugasemd við notkun á heitinu ofsaveður í fyrirsögn fréttarinnar af þeirri ástæðu að íslensku heitin, um styrklega veðurs, eiga við um meðavindhraða en ekki vindhviður. Ofsaveður er þegar spáð er meðalvindhraða á bilinu 28-32 metrar á sekúndu. Slíkt var ekki í spánni fyrir sl. sunnudag en hviður á Keflavíkurflugvelli þann dag fóru þó yfir 30 m/s.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …